Amazon opnar kassalausa búð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Amazon hefur opnað búð án afgreiðslukassa. vísir/afp Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári. Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon opnaði í gær stórmarkað í borginni Seattle undir nafninu Amazon Go. Opnunin þykir merkileg þar sem engir afgreiðslukassar eru í búðinni en þá tækni hafa starfsmenn Amazon verið að prófa og þróa undanfarið ár. Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. Við inngöngu í verslunina skannar viðskiptavinur kort sitt og svo er hverju því sem tekið er úr hillum verslunarinnar bætt á reikning hans, eða eytt út ef varan er sett aftur á sinn stað. Svo einfaldlega er gengið út úr versluninni með vörurnar og upphæðin sem verslað var fyrir gjaldfærð af reikningi viðskiptavinarins. Samkvæmt heimildum BBC gekk í fyrstu erfiðlega að tryggja að eftirlitskerfið ruglaði viðskiptavinum ekki saman. Nú hafi það vandamál verið leyst og því hafi verið opnað í gær. Amazon hefur ekki tilkynnt um nein áform um opnun fleiri Amazon Go verslana og eru þær alls ótengdar Whole Foods-keðjunni sem Amazon keypti á síðasta ári.
Amazon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira