Fyrirmynd „Rosie the Riveter“ látin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 15:15 Naomi Parker Farley þekkja flestir sem Rosie the Riveter. Vísir/Getty Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“ Andlát Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Naomi Parker Farley er ekki nafn sem allir þekkja en flestir ættu þó að þekkja andlit hennar. Parker Farley er talin vera fyrirmynd Rosie The Riveter, eða Rósu Hnoðneglara, sem hvatti bandarískar konur til þátttöku á vinnumarkaði í seinni heimsstyrjöldinni. Naomi Parker Farley lést þann 20. janúar síðastliðinn, 96 ára að aldri. Myndin af Rósu er eftir listamanninn J. Howard Miller og sýnir verkakonu hnykkja upphandlegginn og segja „We Can Do It!“ eða „Við getum þetta!“ Myndin var byggð á ljósmynd af konu að störfum við rennibekk sem birtist víða í fjölmiðlum í Bandaríkjunum en konan var aldrei nafngreind. í seinni tíð hefur Rosie orðið að táknmynd kvennabaráttunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Lengi var talið að Geraldine Doyle, málmiðnaðarkona, væri fyrirmynd Rosie. Þegar Doyle lést árið 2010 birtust minningargreinar um hana í helstu miðlum heims. James Kimble, prófessor á samskiptasviði við Seton Hall háskólann í New Jersey var einn þeirra sem var ekki sannfærður um að Doyle væri Rosie. Hann hafði rannsakað sögu myndarinnar og skrifað um hana ritgerð. „Ég sagði í mínum rannsóknum að næstum allt sem við vitum um þetta plakat er rangt,“ sagði Kimble í samtali við BBC. „Þannig að þegar Doyle lést árið 2010 voru allar þessar minningargreinar. Ég hugsaði strax hvernig vitum við að hún sé fyrirsætan? Hvar er sönnunin?“Ein hinna fjölmörgu kvenna sem störfuðu við iðnaðarvinnu í seinni heimsstyrjöldinni.Vísir/GettyEkki í kvenlegum óþarfa Kimble leitaði í sex ár að hinni raunverulegu Rosie og fann loks sambærilega mynd sem tekin var sama dag af sömu konu. Myndin var tekin 24. Mars 2942 í Alameda Kaliforníu og við hana stóð: „Snotra Naomi Parker lítur út fyrir að geta fest nefið í rennibekknum á meðan hún vinnur.“ Þá sagði einnig að konur væru í öryggisfatnaði en ekki kvenlegum óþarfa.„Og stúlkunum stendur á sama – þær eru að gera sitt. Glamúr er í öðru sæti þessa dagana.“ Naomi Parker Farley fæddist í Tulsa, Oklahoma í ágúst árið 1921. Árið 1942 í kjölfar árásanna á Pearl Harbour hóf Naomi störf á flugstöð sjóhersins í Alameda í Kaliforíu ásamt systur sinni. Þar var myndin fræga tekin.Vissi að þetta væri hún Myndi birtist seinna í dagblaði og klippti Parker Farley myndina út og geymdi á góðum stað í 70 ár. þegar hún sá plakatið af Rosie fannst hún myndin vera nokkuð lík sér en hún tengdi hana ekki strax við ljósmyndina sem hún átti. Árið 2011 sá Naomi myndina á viðburði fyrir konur sem unnu í stríðinu. Þar sá hún plakatið og ljósmyndina í fyrsta sinn hlið við hlið og þar var konan nafngreind sem Geraldine Doyle. „Ég trúði því ekki,“ sagði Naomi við The Oakland Tribune árið 2016. „Ég vissi að þetta var ég á myndinni.“ Í viðtali við tímaritið People árið 2016 sagðist Parker Farley vera glöð að vera fyrirmynd. „Konur þessa lands þurfa fyrirmyndir þessa dagana,“ sagði hún. „Ef þeim finnst ég vera ein slík þá er ég glöð.“
Andlát Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira