Bætum vinnuaðstæður kennara Skúli Helgason skrifar 25. janúar 2018 07:00 Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fulltrúa kennara, skólastjóra og fleiri, gripið til aðgerða til að bæta vinnuaðstæður kennara í grunnskólum. Kynntar hafa verið ríflega 30 tillögur sem snúa að bættu vinnuumhverfi, aukinni nýliðun, breytingum á kennaramenntun og starfsþróun og hefur rúmlega 600 milljónum króna þegar verið varið í að hrinda fyrstu tillögunum í framkvæmd til viðbótar tæpum 700 milljónum sem bættust við fjárhag grunnskólanna í fyrra. Félag grunnskólakennara og skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar efna í dag til málþings á Grand hóteli kl. 13.15 um vinnu starfshópsins. Málþingið er liður í víðtækri samræðu við kennara í Reykjavík um tillögurnar og við leggjum mikla áherslu á samvinnu við kennara um forgangsröðun og innleiðingu tillagnanna.Ný úrræði Í viðamikilli rýnivinnu meðal kennara í borginni í fyrra birtist sterkt ákall þeirra um að auka beinan stuðning við nemendur með fjölbreyttar sérþarfir í skólastofunni. Fyrstu skrefin hafa nú verið stigin í þessa átt með ráðningu hegðunarráðgjafa í öllum borgarhlutum sem munu starfa úti í skólunum við hlið kennara. Þá hafa brúarsmiðir sem þjóna börnum af erlendum uppruna tekið til starfa á vegum Miðju máls og læsis og talmeinafræðingum verður fjölgað. Fjölgað verður úrræðum til að mæta börnum sem glíma við fjölþættan vanda. Ætlunin er að setja á á fót farteymi sérfræðinga, sem munu vinna að lausn þeirra mála sem eru mest krefjandi. Til að bregðast við miklu brotthvarfi ungra kennara úr starfi er nauðsynlegt að styrkja handleiðslu, ráðgjöf og stuðning við unga kennara. Við leggjum til að allir nýir kennarar hafi sinn leiðsagnarkennara og við munum bæta til muna aðbúnað kennara og nemenda varðandi tölvukost og hagnýtingu upplýsingatækni í skólastarfi, þar með talið með markvissri kennsluráðgjöf í samræmi við nýja stefnumótun um upplýsingatækni. Allar tillögur starfshópsins verða til umræðu á málþinginu í dag og eru allir sem hafa áhuga á framþróun skólamála hvattir til að mæta.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun