Vinstri svik Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. janúar 2018 07:00 Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun