Hinn umdeildi Vegaborgari verður nú vegan: „Þetta er ógeðslega fyndið“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 13:30 Bryndís segir veganborgaramálið hið allra fyndnasta. Vísir/Samsett Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta Vegaborgaranum umdeilda, sem Olís steikir ofan í viðskiptavini sína, í vegan hamborgara. Bryndís Steinunn, förðunarfræðingur og biblíukennari, hefur tekið gleði sína á ný en hún komst að því á sunnudaginn að hamborgarinn sem hún hafði keypt var ekki vegan, líkt og Vísir greindi frá. „Þetta er náttúrlega ógeðslega fyndið og vatt þvílíkt upp á sig,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þetta átti ekki að vera svona rosalegt mál.“ Hún segir að fulltrúi frá Olís hafi hringt í sig áðan og fært henni fregnirnar. Var henni tjáð að mikið hefði verið hlegið að atvikinu á þeirra skrifstofum og hafi í kjölfarið verið sest niður og þessi ákvörðun tekin. Samkvæmt upplýsingum frá Olís verður Vegaborgarinn því alveg laus við dýraafurðir en sósunni verður skipt út fyrir vegan-sósu og þá verður buffið einnig vegan.Bryndís greindi frá tíðindunum á hópnum Vegan Ísland.skjáskotFær að smakka fyrsta borgarannBryndís hafði húmor fyrir uppákomunni en fannst þetta mjög villandi. Hún hafði lofað unglingnum á heimilinu hamborgara í kvöldmat og var því ákveðið að fara á Olís að smakka „veganborgarann“, en hún tekur um þessar mundir þátt í Veganúar eins og fjölmargir Íslendingar. Þegar heim var komið borðaði Bryndís borgarann með bestu lyst og setti inn færslu á Facebook-hópinn Vegan Ísland um að hann hefði svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum. Var henni þá vinsamlega bent á það að borgarinn héti Vegaborgari og væri ekki vegan. Aðspurð hvort hún láti ekki verða af því að prófa vegan-útgáfu hamborgarans segist hún hiklaust munu gera það. „Ég mæti alveg pottþétt! Mér var sagt að ég ætti að fá að verða fyrst til þess að smakka hann,“ segir Bryndís Steinunn að lokum.Hér að neðan má síðan sjá tilkynningu frá Olís um að borgarinn væri nú vegan. Neytendur Vegan Tengdar fréttir Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38 Hélt að Vega borgari væri vegan: „Finnst þetta rosalega villandi hjá þeim“ Bryndís Steinunn segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hamborgari sem hún hafði keypt á Olís hafi ekki verið vegan hamborgari heldur hafi hann heitið Vegaborgari. 14. janúar 2018 22:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta Vegaborgaranum umdeilda, sem Olís steikir ofan í viðskiptavini sína, í vegan hamborgara. Bryndís Steinunn, förðunarfræðingur og biblíukennari, hefur tekið gleði sína á ný en hún komst að því á sunnudaginn að hamborgarinn sem hún hafði keypt var ekki vegan, líkt og Vísir greindi frá. „Þetta er náttúrlega ógeðslega fyndið og vatt þvílíkt upp á sig,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þetta átti ekki að vera svona rosalegt mál.“ Hún segir að fulltrúi frá Olís hafi hringt í sig áðan og fært henni fregnirnar. Var henni tjáð að mikið hefði verið hlegið að atvikinu á þeirra skrifstofum og hafi í kjölfarið verið sest niður og þessi ákvörðun tekin. Samkvæmt upplýsingum frá Olís verður Vegaborgarinn því alveg laus við dýraafurðir en sósunni verður skipt út fyrir vegan-sósu og þá verður buffið einnig vegan.Bryndís greindi frá tíðindunum á hópnum Vegan Ísland.skjáskotFær að smakka fyrsta borgarannBryndís hafði húmor fyrir uppákomunni en fannst þetta mjög villandi. Hún hafði lofað unglingnum á heimilinu hamborgara í kvöldmat og var því ákveðið að fara á Olís að smakka „veganborgarann“, en hún tekur um þessar mundir þátt í Veganúar eins og fjölmargir Íslendingar. Þegar heim var komið borðaði Bryndís borgarann með bestu lyst og setti inn færslu á Facebook-hópinn Vegan Ísland um að hann hefði svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum. Var henni þá vinsamlega bent á það að borgarinn héti Vegaborgari og væri ekki vegan. Aðspurð hvort hún láti ekki verða af því að prófa vegan-útgáfu hamborgarans segist hún hiklaust munu gera það. „Ég mæti alveg pottþétt! Mér var sagt að ég ætti að fá að verða fyrst til þess að smakka hann,“ segir Bryndís Steinunn að lokum.Hér að neðan má síðan sjá tilkynningu frá Olís um að borgarinn væri nú vegan.
Neytendur Vegan Tengdar fréttir Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38 Hélt að Vega borgari væri vegan: „Finnst þetta rosalega villandi hjá þeim“ Bryndís Steinunn segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hamborgari sem hún hafði keypt á Olís hafi ekki verið vegan hamborgari heldur hafi hann heitið Vegaborgari. 14. janúar 2018 22:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Veganúar hefst: „Ég hélt að þetta yrði meira mál“ Fjölmargir Íslendingar ætla að sleppa allri neyslu dýraafurða fyrsta mánuð ársins. 3. janúar 2018 23:38
Hélt að Vega borgari væri vegan: „Finnst þetta rosalega villandi hjá þeim“ Bryndís Steinunn segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að hamborgari sem hún hafði keypt á Olís hafi ekki verið vegan hamborgari heldur hafi hann heitið Vegaborgari. 14. janúar 2018 22:11