Kæri félagsmaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:16 Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun