Kæri félagsmaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:16 Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun