Opið bréf til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 18. janúar 2018 08:15 Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Ég sat í biðsal flugvallarins á Akureyri þegar ég heyrði viðtal við þig. Ég varð spennt að heyra hvað þú hefðir að segja þar sem þú varðst annar sveitastjórnarmaðurinn til að tjá þig um málefni okkar kennara fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Sá fyrsti sem það gerði vill að laun karla í kennslu verði hækkuð en ekki kvenna. Nú ert þú yfirmaður þessara mála hjá stærsta sveitarfélagi landsins. Svar þitt olli mér vonbrigðum ef ég á að vera alveg hreinskilin. Þú lést nægja að segja að grunnskólastigið væri vel fjármagnað. Við skulum ekki gleyma því að fyrir rúmu ári síðan stóðum við kennarar í kjarabaráttu sem var frestað tímabundið til að gefa ykkur og forystufólki okkar tækifæri til að ná saman. Nú erum við enn samningslaus og ekkert sem bendir til að það breytist baráttulaust. Það er frekar kuldalegt innlegg að draga fram útjaskaðan spuna um að grunnskólar á Íslandi séu vel fjármagnaðir. Það er heldur ekki mjög heiðarlegt í þessu samhengi. Það er ekkert launungarmál að laun grunnskólakennara á Íslandi eru lág. Fram á það hefur ítrekað verið sýnt í alþjóðlegum samanburði. Skólakerfið hér er dýrt (þó ekkert óeðlilega dýrt) m.a. vegna þess að við búum í dreifbýlu landi og miklar fjárfestingar liggja í húsnæði. Einhver kostnaður liggur líka í háum meðalaldri kennara, miklu álagi og alvarlegum veikindum. Allt þetta eru þó afleiðingar af alvarlegri vanrækslu sveitarfélaganna á grunnskólamálum. Að hluta skýrist sú vanræksla af efnahagshruninu en alls ekki eingöngu. Þú, Skúli Helgason, eins og annað forystufólk sveitarfélaga þarft að svara því undanbragðalaust hvort og þá hvernig þið ætlið að standa að launaleiðréttingu til okkar kennara. Þið eruð nefnilega fólkið sem staðið hefur í vegi fyrir því hingað til og það er nú einu sinni svo að samninganefnd sveitarfélaga hefur umboð sitt frá ykkur. Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja meðal kennara. Kjör okkar eru óboðleg og tímabært að klára málin. Við munum ekki sitja samningslaus og aðgerðalaus fram að kosningum. Ég bara trúi því ekki og held að þú ættir ekki að gera það heldur. Þess vegna spyr ég: Skúli Helgason, munt þú beita þér fyrir kjarabótum grunnskólakennara? Ef svarið er já bendi ég þér góðfúslega á að kjarasamningar okkar eru lausir og þú hefur tækifæri til að sýna það í verki fyrir kosningar. Þú baðst um að vera dæmdur af verkum þínum fyrir þessar kosningar. Gott og vel. Þá bendi ég þér á að verkunum er ekki lokið.Með bestu kveðju,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar