Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 11:21 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins. Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins.
Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent