Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2018 21:00 Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“ Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana og segir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins miklar áskoranir framundan í verðlagsmálum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þau Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, og Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Það eru öll olíufélögin búin að hækka, - það er reyndar undantekning; Costco er ekki búið að hækka ennþá,“ sagði Runólfur í dag. Hann sagði bensínið almennt hafa hækkað um fimm krónur á lítrann en dísilolían um allt að átta krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Kolefnisgjald hækkaði um 50 prósent, á bensíni um tæpar þrjár krónur á lítra en um rúmar þrjár á dísilolíu. Því til viðbótar hækkuðu einnig bensín- og olíugjöld um tvö prósent, bæði almennt og sérstakt gjald sem og olíugjald. Ofan á gjöldin leggst svo virðisaukaskattur sem gerir skattahækkun ríkisins enn hærri í krónum talið. Runólfur tekur undir þau sjónarmið að hækkun bensín- og olíuverðs leggist þyngra á íbúa dreifbýlisins. Þar aki fólk yfirleitt lengri vegalengdir eftir þjónustu og hafi auk þess ekki sömu valkosti um ódýrara bensín og íbúar þéttbýlisins suðvestanlands. Samtök atvinnulífsins gagnrýna einnig þessa gjaldahækkun. „Já, við höfum gagnrýnt kolefnisgjaldshækkunina enda er þetta í raun skattheimta. Og ef við horfum svona heilt yfir þá erum við með skattheimtu í hæstu hæðum, við erum háskattaríki í alþjóðlegum samanburði, og hefðum fremur viljað sjá stjórnvöld mynda það svigrúm sem þarf á útgjaldahliðinni til að lækka skatta ,“ segir Ásdís.Bíleigendur greiða fimm krónum meira fyrir bensínlítrann eftir nýjustu skattahækkun stjórnvalda.Mynd/Stöð 2.Ríkið hækkaði almennt gjaldskrár um tvö prósent, sem þýddi meðal annars að tóbaksgjald hækkaði um tíu krónur á sígarettupakkann. Áfengisgjald hækkaði einnig um tvö prósent. Ríkisútvarpið fær hærri nefskatt af landsmönnum og hækkaði útvarpsgjaldið úr 16.800 krónum upp í 17.100 krónur. Sömuleiðis hækkaði gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Hjá Útlendingastofnun hækkaði afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi úr tólf í fimmtán þúsund krónur, endurnýjun dvalarleyfis úr sex í fimmtán þúsund, - hækkaði um 150 prósent, - og umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 15 í 25 þúsund krónur, eða um 67%. Staðan í verðlagsmálum er talin viðkvæm og spurning hvort lítinn neista þurfi til að tendra verðbólgubál.Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði og styrking krónu spornuðu gegn verðbólgu á síðasta ári.Mynd/Stöð 2.„Við vorum að einhverju leyti mjög heppin á síðasta ári. Viðskiptakjör voru okkur hagstæð og olíuverð þar skipti auðvitað verulegu máli, - var að lækka. Krónan var að styrkjast, þrátt fyrir verulegar launahækkanir,“ segir Ásdís. „Og það er auðvitað óábyrgt, má segja, að treysta á samskonar heppni á þessu ári. Og þessvegna verðum við svo sannarlega að vera á varðbergi. Og það er vonandi að okkur takist að viðhalda þeim verðstöðugleika sem við höfum upplifað á síðustu árum. En það eru auðvitað talsverðar áskoranir framundan.“
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira