Nýtt skipurit innleitt hjá Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 18:12 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig. Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í kjölfar skipulagsbreytinga sem gerðar hafa verið hjá Icelandair Group, og tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum, hefur verið ákveðið að innleiða nýtt skipurit hjá félaginu. Í tilkynningu frá Icelandair Group segir að starfsemi félagsins verði skipt í tvennt, annars vegar alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar. Ný framkvæmdastjórn tekur við hjá félaginu sem Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að sé skipuð kraftmiklu fólki með víðtæka menntun og reynslu, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. „Flugstarfsemi félagsins vegur þyngst í rekstri og afkomu samstæðunnar og það er mikilvægt að uppbygging félagsins endurspegli þá staðreynd,“ segir í tilkynningunni. Þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi félagsins og tilkynnt var um í nóvember „fela það í sér að rekstur og starfsemi Icelandair Group og Icelandair verða samþætt með þeim hætti að einn forstjóri verður yfir báðum félögum og fjármálasvið félaganna eru sameinuð. Þá verða IGS og Icelandair Cargo hluti af Icelandair eftir breytingarnar. Með breytingunni næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi félagsins og er samþættingin skref í átt að aukinni einföldun og hagkvæmni í rekstri. Þá verða boðleiðir styttri og stjórnendum fækkar en eftir breytinguna hefur framkvæmdastjórum samstæðunnar fækkað um fjóra á undanförnum mánuðum.“ Alþjóðaflugstarfsemi félagsins mun skiptast í fimm svið: fjármálasvið, mannauðssvið, rekstrarsvið, stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsvið og sölu-og markaðssvið. Bogi Nils Bogason verður framkvæmdastjóri fjármálasviðs en hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group frá október 2008 og situr nú þegar í í framkvæmdastjórn félagsins. Elísabet Helgadóttir verður framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Jens Þórðarson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Birna Ósk Einarsdóttir verður framkvæmdastjóri stefnumótunar-og viðskiptaþróunarsviðs og Guðmundur Óskarsson verður áfram framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs en hann hefur gegnt því starfi frá síðasta vori. Þessir framkvæmdastjórar sviða alþjóðaflugstarfseminnar koma nýir inn í framkvæmdastjórnina. Auk þeirra eiga sæti í framkvæmdastjórn Björgólfur forstjóri og Magna Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, og þeir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Jens Bjarnason sem mun sinna verkefnum sem snúa meðal annars að samskiptum við eftirlitsaðila á sviði flugrekstrar og alþjóðasamskiptum koma nýir inn í framkvæmdastjórnina einnig.
Fréttir af flugi Ráðningar Tengdar fréttir Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Svali Björgvins hættir hjá Icelandair Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs kveður eftir átta ár í starfi. 4. janúar 2018 07:00
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Birkir Hólm lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Icelandair Birkir Hólm Guðnason, sem hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair frá árinu 2008, hefur látið af störfum hjá félaginu samhliða breytingum sem stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að gera á skipulagi samstæðunnar. 15. nóvember 2017 09:16