Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2018 13:22 Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum. Vísir/Eyþór Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Dæmi eru um að það taki margar klukkustundir að bregðast við útköllum sem koma upp í Vestmannaeyjum, segir yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. Þá séu hugmyndir um að leigja út eina þyrlu Landhelgisgæslunnar út í hött. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í síðasta mánuði vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp í Vestmannaeyjum. Um var að ræða útkall í hæsta forgangi, F1, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til – en hún var tæpar þrjár klukkustundir á vettvang. Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir dæmi sem þessi koma of oft upp. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“Vill straumlínulaga ákvaðanatökuna Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig að við tryggjum gæði þjónustu fólksins í Eyjum ef þau eru veik eða alvarlega slösuð og í framhaldi af því höfum við verið að benda á það að staðarvöktuð sjúkraþyrla komi til með leysa mikið af þessum vandamálum.“ Þá segir Styrmir það afleita hugmynd að leigja út eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar í verkefni erlendis, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag, en þar kemur fram að ástæðan sé vegna samdráttar í fjárframlögum. „Sem er bara gjörsamlega óásættanlegt fyrir viðbragðsaðila á Íslandi,“ segir Styrmir Sigurðarson.Landhelgisgæslan sendi frá sér eftirfarandi athugasemd í kjölfar málsins:Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í tvö sjúkraflug til Vestmannaeyja í desember síðastliðnum. Bæði málin komu upp 18. desember en þá var veður mjög slæmt í Eyjum, lítið skyggni og mikil veðurhæð, og því gat sjúkraflugvél ekki farið.Fyrra tilvikið var vegna sjómanns sem slasaðist um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið hafði siglt til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að flytja manninn til Reykjavíkur. Formleg beiðni um sjúkraflutning barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 01:39 og var áhöfn þyrlurnar kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 02:38 og lenti á Vestmannaeyjaflugvelli klukkan 03:22. Frá því að beiðnin um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 43 mínútur að komast til Eyja.Í síðara tilvikinu þurfti að sækja veikt barn til Vestmannaeyja. Beiðni frá Neyðarlínu um flutning barst til stjórnstöðvar LHG klukkan 11:10. Þyrlan var kölluð út á næsthæsta forgangi (Bravo). TF-LIF fór í loftið klukkan 11:56 og vegna veðurs lenti þyrlan á Stórhöfðavegi vestan flugvallarins klukkan 12:44. Frá því að beiðni um sjúkraflugið barst tók það því þyrluna eina klukkustund og 34 mínútur að komast til Eyja.Í hvorugu tilvikinu höfðu hvíldartímaákvæði áhafna áhrif á útkallstímann heldur var hann í báðum tilfellum innan eðlilegra marka. Ekki var um önnur sjúkraflug til Vestmannaeyja að ræða í þessum mánuði.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira