Fleiri lög sem brjóta má án afleiðinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 11:00 Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun