Taka til hendinni í borginni Sævar Þór Jónsson skrifar 8. janúar 2018 13:29 Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á vef Frosta Sigurjónssonar, rekstrarhagfræðings og fyrrverandi alþingismanns, kemur fram mjög fróðleg nálgun á kostnaðinum við svokallaða borgarlínu. Það sem er athyglisvert í skrifum Frosta er að samkvæmt útreikningum hans þá mun borgarlínan kosta hvern skattgreiðenda í borginni milljónir og á sama tíma mun hún ekki spara fólki tíma heldur í reynd sólunda tíma. Það muni taka þá sem nota hana 15-20 min lengur að komast leiða sinna en þeir sem notast við annan fararmáta. Er þetta dæmigert fyrir þá skammsýni sem er í stjórnun borgarinnar og hvað meirihlutinn er úr takti við raunveruleikan. Lögð hefur verið áhersla á að útfæra samgöngumál borgarinnar í líkingu við það sem aðrar evrópskar borgir hafa gert án þess þó að reikna dæmið til enda út frá aðstæðum og því umhverfi sem hér er til staðar. Meirihlutinn hefur í reynd þrengt að einkabílnum kerfisbundið og eytt í það hundruðum milljóna og borið því fyrir að verið sé að móta nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum. Þá er spurningin er borgarlínan framtíðarstefnan? Ef svo er þá má ljóst vera að það eru stór mistök. Það er mikil meinloka í því fólgin að vilja setja hér upp samgöngukerfi sem mun ekki ganga upp fjárhagslega og er ekki raunhæf lausn á samgönguvanda borgarbúa. Það þarf líka að hugsa þetta út frá þeirri staðreynd að borgin er höfuðborg allra landsmanna og ekki bara sniðin að einu póstnúmeri. Þá eru það önnur stór mál sem þarf að taka á eins og t.d. húsnæðismálin. Þar væri t.d. hægt að byrja á að skipulegga ný hverfi og auka valkosti í húsnæðismálum fyrir alla. Væri þá lag fyrir borgina að beita sér fyrir því að gera ungu fjölskyldufólki kleift að byggja sitt eigið húsnæði á borgarlandinu. Væri t.d. hægt að bjóða upp á ódýrari kosti hvað varðar byggingarland sem er nóg af í borgarlandinu. Þá þarf að draga úr þessari sjálfshreinsunarstefnu borgarinnar þar sem gengið er út frá því að borgin sé hreinsuð af veðuröflunum og að gróðurinn sjái um sig sjálfur, hér þarf að fara að slá og hreinsa eins og á góðum bæjum. Þrifa götur reglulega og skikka fyrirtæki í miðbænum til að hreinsa upp eftir sig og gera borgarbúa meðvitaðari um umhverfismál t.d. hvað varðar notkun á umbúðum eins og plasti. Þá þarf að leggja ofuráherslu á að gera börnum í borginni kleift að stunda íþróttir og tómstundir án kostnaðar en það er verulegt áhyggjuefni hvað sá kostnaður leggst þungt á rekstur heimilanna. Það er hætt við því að þáttaka barna í íþróttum og tómstundum ráðist af efnahag sem svo getur ýtt undir misskiptingu. Það á að vera sjálfsagður hlutur að börn eigi greiðan aðgang að íþróttum og tómstundum. Það er kominn kominn tími til að hreinsa til í borginni og kom málum í lag. Það er því kominn tími til að gefa Degi B. Eggertssyni frí sem og núverandi meirihluta. Raunhæfar lausnir á vanda borgarinnar verða að koma frá nýjum aðilum enda hefur borginni verið stýrt af sama meirihluta í að verða 8 ár með smávægilegum breytingum. Það er kominn tími til að gefa öðrum tækifæri til að láta verkin tala.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði RVK.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar