Ráðgjafi Trump sem var vísað á dyr hellir úr skálum reiði sinnar yfir CNN Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 14:07 Stephen Miller telur að hann hefði fengið betri meðferð hjá CNN ef hann væri meðlimur í erlendu glæpagengi. Vísir/Getty Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Stephen Miller, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ræðst að vinnubrögðum CNN-fréttastöðvarinnar og sakar fréttamenn hennar um hlutdrægni og fjandskap í garð Trump. Öryggisverðir fylgdu Miller úr myndveri eftir viðtal á CNN á sunnudag. Viðtal Jake Tapper, þáttastjórnanda CNN, við Miller fór úr böndunum á sunnudag. Tapper reyndi ítrekað að fá svör frá Miller um hvort að Trump hefði rætt við Rússa og fullyrðingar um hann sem settar eru fram í nýrri og umdeildri bók frá blaðamanninum Michael Wolff. Miller svaraði hins vegar engu efnislega og reyndi ítrekað að snúa umræðunni upp í gagnrýni á CNN. Á endanum var Tapper nóg boðið og batt skyndilega enda á viðtalið á meðan Miller reyndi ennþá að tala yfir hann. Miller varð ekki við óskum um að hann yfirgæfi myndverið þannig að öryggisverðir fylgdu honum á endanum út.Hefði fengið betri móttökur ef hann væri erlendur glæpamaðurÍ viðtali við Fox News, sem hefur verið Trump sérlega vilholl, gagnrýndi Miller CNN harðlega í gær, að því er kemur fram í frétt Politico. „Þetta er bara enn eitt dæmið um mjög lága blaðamennskustaðla CNN,“ sagði ráðgjafinn. „CNN hefur verið ótrúlega hlutdræg, gríðarlega ósanngjörn í garð forsetans og gefur áhorfendum sínum ekki heiðarlega upplýsingar,“ fullyrti Miller.Stephen Miller (t.v.) með Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins.Vísir/AFPTucker Carlson, stjórnandi umræðuþáttarins á Fox, gerði að því skóna að CNN hefði tekið betur á móti Miller ef hann tilheyrði miðamerísku glæpasamtökunum MS-13. „Ég geri ráð fyrir því að að ef ég væri meðlimur MS-13 sem væri hér ólöglega þá myndu þeir keppast við að kalla eftir að koma mér í kjörklefann,“ sagði Miller sem er einn harðasti andstæðingur innflytjenda í ríkisstjórn Trump. Trump lofaði framgöngu Miller í þætti Tapper á sunnudag. Tísti hann um að Miller hefði „rústað“ Tapper. Í þættinum hafði Tapper sakað Miller um að reyna aðeins að þóknast Trump með svörum sínum.This is a helluva first question from Tucker to Stephen Miller pic.twitter.com/mfGPH3kUZo— Aaron Blake (@AaronBlake) January 9, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52
Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Þáttastjórnandi CNN lauk viðtali við ráðgjafa Trump skyndilega þegar honum fannst fátt um svör. Öryggisverðir þurftu að fylgja ráðgjafanum úr upptökuverinu. 8. janúar 2018 12:28