Ráðgjafa Trump var fylgt út af CNN Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2018 12:28 Stephen Miller hafði ekki sagt sitt síðasta orð eftir að Tapper batt enda á viðtal við hann á CNN. Vísir/AFP Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig. Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Öryggisverðir fylgdu Stephen Miller, ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, út úr upptökuveri eftir viðtal á CNN í gær. Miller og stjórnandi þáttarins höfðu tekist hart á áður en stjórnandinn batt skyndilega enda á viðtalið. Miller var gestur Jake Tapper í þættinum „State of the Union“ á CNN í gær. Þeim Tapper varð fljótt heitt í hamsi þegar talið barst að nýrri og umdeildri bók um Trump forseta. Í stað þess að svara reyndi Miller ítrekað að beina viðtalinu í átt að gagnrýni á CNN. Kallaði Miller forsetann meðal annars „stjórnmálasnilling“. Trump hafði þá brugðist við umfjöllun um geðheilsu og vitsmuni með því að kalla sjálfan sig „mjög stöðugan snilling“ á Twitter. Tapper sakaði Miller um að reyna aðeins að þóknast forsetanum með svörum sínum. Á endanum var Tapper nóg boðið af svörum Miller og batt enda á á viðtalið með orðunum: „Ég held að ég hafi þegar sóað tíma áhorfenda minna nógu mikið. Þakka þér fyrir, Stephen.“ Á meðan hélt Miller áfram að tala ofan í Tapper.Business Insider hefur eftir heimildarmönnum að í kjölfarið hafi Miller ítrekað verið beðinn um að yfirgefa upptökuverið en hann hafi látið þær óskir sem vind um eyru þjóta. Á endanum hafi öryggisverðir verið kvaddir til sem vísuðu ráðgjafanum á dyr. Miller vakti einnig töluverða athygli á fyrstu vikum forsetatíðar Trump þegar hann mætti í sjónvarpsviðtöl til að verja múslimabann forsetans. Þar deildi hann hart á dómstóla sem höfðu þá fellt bannið úr gildi. Fullyrti hann að andstæðingar Trump, fjölmiðlar og heimurinn allur myndu sjá Trump hefði verulegt vald sem yrði ekki dregið í efa. Trump hefur ítrekað ráðist á CNN og sakað stöðina um að flytja „falsfréttir“ af sér þegar honum mislíkar umfjöllun um sig.
Donald Trump Tengdar fréttir „Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
„Tveir helstu kostir mínir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það ekki standast neina skoðun að hann sé í andlegu ójafnvægi. 6. janúar 2018 14:05
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52