Meðlimakortin flækja skilaréttinn í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Fyrirkomulag varðandi skil á vörum er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafir. vísir/anton Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana. Costco Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þeir sem kaupa jólagjafir í Costco geta ekki fengið skiptimiða á gjafirnar, eins og tíðkast í flestum öðrum stórmörkuðum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni verða þeir sem fá jólagjafir sem keyptar eru í Costco að vera með upplýsingar um kennitölu þess sem keypti gjafirnar og helst vera með meðlimanúmer hans hjá versluninni og kassakvittunina. Gjöfum er skilað gegn endurgreiðslu og ef gjöfin hefur verið greidd með kreditkorti er greitt aftur inn á kortið. Í slíkum tilfellum getur þiggjandinn ekki skilað gjöfinni. Þetta fyrirkomulag er ólíkt því sem gerist og gengur í öðrum stórverslunum þar sem skilamiðar eru jafnan settir á gjafirnar.Brynhildur Pétursdóttir.vísir/stefánSamkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er ekki lögbundinn skilaréttur á ógallaðri vöru sem keypt er í verslun. „Verslanir og seljendur setja sér sínar viðmiðunarreglur,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, sérfræðingur á neytendaréttarsviði Neytendastofu. Öðru máli gegnir ef vara er keypt á netinu. Samkvæmt lögum um neytendasamninga er gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum hafi neytandi 14 daga skilafrest frá því að hann fær vöruna afhenta. „Upphaflega eru þessar reglur settar til að styrkja netverslun og þegar þú pantar vöruna á netinu er ekki hægt að halda á vörunni og ekki hægt að sjá hana. Þá eru meiri líkur á að varan sé ekki í samræmi við það sem þú ætlaðir þér að kaupa,“ segir Matthildur. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir samtökin fá reglulega erindi til sín er varða skilarétt á jólagjöfum. Bæði frá verslunum sem vantar upplýsingar um það hvaða lög og reglur gilda, en líka frá neytendum sem finnst skilafresturinn of stuttur. „Svo framarlega sem seljendur byrja ekki útsölur fyrsta virka dag eftir jól og gefa ágætis frest til að skila vörum þá er þetta í góðu lagi. En útsölur sem byrja strax eftir jól flækja málið. Þá er stundum deilt um það hvaða rétt neytandi hefur á að fá upphaflegt verð vörunnar eða hvort hann þurfi að sætta sig við að fá útsöluverðið,“ segir Brynhildur. Neytendasamtökin gáfu út reglur um síðustu aldamót í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Brynhildur segir inntak þeirra reglna hafa haldið sér. „Við segjum að neytandi eigi rétt á að fá fullt verð vörunnar á inneignarnótuna þó að útsala sé byrjuð,“ segir Brynhildur. Seljandi getur á móti sett það skilyrði að neytandinn nýti ekki inneignarnótuna á útsölunni heldur einungis eftir hana.
Costco Neytendur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira