Ár hinna óvæntu atburða Agnar Tómas Möller skrifar 27. desember 2017 09:45 Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar