Enski boltinn

Stjóri Cardiff sendi Aron í aðgerð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff í ensku B-deildinni.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff í ensku B-deildinni. Fréttablaðið/Getty
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gæti þurft að sitja á hliðarlínunni næstu þrjá mánuði, en hann gekkst undir aðgerð á ökkla á dögunum.

Aron Einar hefur ekki spilað með liði sínu Cardiff City síðan í nóvember vegna meiðsla, en Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, staðfesti að hann þurfti að fara í aðgerð.

„Hann var með laust bein í ökkklanum og það var betra fyrir alla að hann færi í aðgerð til þess að laga það því hann er líka að hugsa um heimsmeistaramótið,“ sagði Warnock.

Stjórinn sagði að hann hafi ákveðið að senda Aron í aðgerð, ekki Aron sjálfur.

Akureyringurinn verður úr leik í að minnsta kosti 6 vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×