Stjörnurnar vísa veginn Lilja Alfreðsdóttir skrifar 28. desember 2017 07:00 Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Kjör á íþróttamanni ársins fer fram í dag. Þetta er mikilvæg hefð í íslensku íþróttalífi landans þar sem árið er gert upp. Íþróttafólk ársins í öllum greinum kemur saman og tekur við viðurkenningum fyrir góðan árangur á árinu sem er að líða. Þessi viðburður á sér sögu frá árinu 1956 þegar nokkrir starfandi íþróttafréttamenn stofnuðu Samtök íþróttafréttamanna 14. febrúar til þess að vinna að betri aðstöðu við störf sín á vettvangi. Viðburðurinn skipar mikilvægan sess í hugum manna og ávallt sýnist sitt hverjum um valið hverju sinni, sem er til merkis um ástríðu Íslendinga á íþróttum. Á undanförnum árum hefur afreksfólk okkar náð einstökum árangri. Afreksfólkið sjálft hefur lagt á sig miklar og þrotlausar æfingar til þess að ná því markmiði að geta keppt á við besta íþróttafólk veraldar. Þetta er mikilvægasti þátturinn í árangri þeirra. En það skiptir ekki síður máli að sköpuð séu góð skilyrði fyrir afreksfólkið til þess að hægt sé að ná svona langt. Stjórnvöld hafa með nýlegum samningum við íþróttahreyfinguna lagt aukinn stuðning til afreksstarfs til þess að styðja betur við þessa þróun og efla árangur afreksíþróttafólks enn frekar. Afrek íþróttafólksins okkar eru ósjaldan uppspretta samræðna og gleði. Reglulega sameinar það okkur fyrir framan sjónvarpsskjái vítt og breitt um landið og veitir ungu fólki innblástur til að stunda íþróttir, leggja sig fram og ná langt. Þetta er ómetanlegt á svo margan hátt. Forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs hefur til að mynda sannað gildi sitt. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf, þar sem aðstaðan er góð og undir handleiðslu ábyrgra og vel menntaðra þjálfara og leiðbeinenda, hefur forvarnargildi þegar kemur að ýmiskonar áhættuhegðun. Einnig eru sterkar vísbendingar og fleiri rannsóknir[1] sem sýna fram á sterkt samband á milli aukinnar hreyfingar og frammistöðu í námi. Á sínum tíma var Benedikt Waage, þáverandi forseti ÍSÍ, spurður hvort réttlætanlegt væri að velja einn úr hópi íþróttafólks sem íþróttamann ársins og svaraði hann því til að stjörnurnar vísa veginn, sem fyrirmyndir unga fólksins. Hægt er að taka undir þau góðu orð. [1] Trudeau og Shepard, 2008.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar