Fer Disney í samkeppni við Netflix? Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 16:06 Walt Disney stofnaði fyrirtækið ásamt bróður sínum, Roy, árið 1923. getty Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim. Disney Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Talið er að teiknimyndaframleiðandinn og fjölmiðlafyrirtækið Disney hafi lagt fram risatilboð í framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox með það að leiðarljósi að fara í samkeppni við streymiþjónustuna Netflix. Heimildarmenn vestanhafs segja að viðræðurnar séu langt á leið komnar og gæti kaupverð numið allt að 60 milljörðum dala – 6.280 milljarðar íslenskra króna. Þess má geta að verg landsframleiðsla (VLF) Íslands árið 2016 var 2.420 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Með kaupunum fengi Disney hlut í meirihluta í Hulu, hluta í Sky, kvikmyndaframleiðsluver, fréttarásir auk fjölda annarra rása. Auk þess á 21st Century Fox kvikmyndarétt fjölda mynda, til dæmis að X-Men myndunum. Hulu er streymiþjónusta í anda Netflix og á Disney nú þegar 30 prósent í henni en myndi með kaupunum eignast meirihluta. Talið er að Disney myndi notfæra sér Hulu til þess að fara í samkeppni við Netflix sem hingað til hefur verið ráðandi á þeim markaði. Um væri að ræða risastóran samruna og fylgjast forsvarsmenn Neflix eflaust áhyggjufullir með samningaviðræðum Disney, sem um áratugabil hefur verið einn stærsti kvikmyndaframleiðandi á markaðinum. Disney var stofnað af bræðrunum Walt og Roy Disney árið 1923. Það rekur í dag fjölda fyrirtækja, sjónvarpsstöðva og skemmtigarða víða um heim.
Disney Netflix Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira