Skóli fyrir alla Sara Dögg Svanhildarddóttir skrifar 8. desember 2017 11:50 Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Sjá meira
Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun