Fótbolti

Stríddu Lionel Messi mikið á Twitter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Vísir/EPA
Fólkið á Twitter-síðunni Genius Football hefur verið svolítið upptekið af útnefningu Cristiano Ronaldo í gær en Portúgalinn fékk þá Gullboltann annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.

Cristiano Ronaldo jafnaði með þessu met Lionel Messi sem fékk Gullboltann í fimmta sinn árið 2015. Messi hefur verið í öðru sæti á eftir Ronaldo undanfarin tvö ár og janframt þurft að sætta sig við að vera næstbestur í heimi fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Messi fékk Gullboltann fjögur ár í röð frá 2009 til 2012 og var þá kominn með 4-1 forskot á sinn aðal keppinaut í baráttunni um stærstu viðurkenninguna sem knattspyrnumenn fá á hverju ári.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma og þeir verða að eilífu hluti af sögu hvors annars.

Genius Football gerði mikið úr þeirri staðreynd að Messi sé nú búinn að missa niður yfirburðarforystu í keppni þeirra um „Ballon d'Or“.







Messi átti betra ár hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og aðra fótboltatölfræði en Cristiano Ronaldo vann stóru titlana og það taldi mest.

Ronaldo hefur nú unnið þrjá risastóra titla á síðustu tveimur árum, Meistaradeildina tvö ár í röð með Real Madrid og svo Evrópukepppnina með Portúgal í Frakklandi sumarið 2016.





 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×