Samfélagsleg ábyrgð gagnvart fötluðum börnum Sigrún Birgisdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Árni Múli Jónasson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur um allan heim 20. nóvember sl. og 3. desember nk. er alþjóðadagur fatlaðs fólks og af því tilefni verður hér á landi eins og hvarvetna í heiminum minnt á mannréttindi fatlaðs fólks sem eru sérstaklega áréttuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í báðum þessum mikilvægu mannréttindasamningum sem Ísland hefur undirgengist, eins og langflest ríki í heiminum, er mjög mikil áhersla lögð á skyldu samfélaga til að veita fötluðum börnum tækifæri til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við önnur börn og með öðrum börnum. Þetta eru ekki að ástæðulausu sérstök áhersluatriði í samningunum. Fötluð börn hafa þurft og þurfa enn alls staðar að þola margvíslega og mikla mismunun og aðgreiningu á nánast öllum sviðum samfélagsins. Stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn. Það er mjög mikið til í því. Í þeim samfélögum þar sem þannig er búið að börnum að þau njóta þroskavænlegra aðstæðna, lífsgæða og tækifæra forgangsraða stjórnvöld í þágu barna og hagsmuna þeirra. Fólkið og fyrirtækin líta þar svo á að þau beri einnig mikla ábyrgð á því að öll börn og þar með talið fötluð börn fái þessi tækifæri til að þroskast og njóta lífsins, samfélags við aðra og hæfileika sinna. Mikil vonbrigði Hér á landi er ýmislegt vel gert í þessum efnum og sumt mjög vel þó að margt megi þar betur fara og sumt miklu betur. Mörg fyrirtæki sýna t.a.m. samfélagslega ábyrgð gagnvart börnum með því að leggja með ýmsum hætti áherslu á jákvætt viðmót gagnvart þeim og ekki aðeins í orði, heldur í verki og ekki bara til að græða meiri peninga. IKEA er þannig fyrirtæki og hefur og ekki að ástæðulausu jákvæða ímynd að þessu leyti. Það kom því á óvart og urðu okkur mikil vonbrigði að þetta öfluga og heimþekkta fyrirtæki skuli ekki sjá sér fært að gera viðeigandi ráðstafanir til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í „Smálandi“ í IKEA-versluninni hér á landi eins og önnur börn, þrátt fyrir óskir samtaka okkar um það og skýr tilmæli umboðsmanns barna til fyrirtækisins um að gera það. En eins og flestir vita hefur umboðsmaður barna það hlutverk lögum samkvæmt að standa vörð um réttindi og hagsmuni barna. Þegar fötluð börn fá ekki tækifæri til til að leika sér eins og önnur börn og með öðrum börnum verða þau ekki aðeins fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar til afþreyingar og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem hún veitir. Slík mismunun er einnig afar sár fyrir börnin, dregur úr sjálfstrausti þeirra og vekur tilfinningar um höfnun og útilokun. Við viljum því enn beina þeirri eindregnu ósk til forsvarsfólks IKEA á Íslandi að gera það sem gera þarf til að fötluð börn geti notið leikaðstöðunnar í verslun fyrirtækisins eins og önnur börn og án aðgreiningar frá öðrum börnum. Þannig getur fyrirtækið sýnt vilja sinn til samfélagslegrar ábyrgðar í verki og lagt sitt lóð á vogarskál til að stuðla að því að mannréttindasamningarnir um réttindi barna og réttindi fatlaðs fólks nái þeim tilgangi sínum að auka tækifæri og bæta lífsgæði fatlaðra barna. Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna þroskahjálpar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar