Eiturefnahernaður í Arnarfirði Ingólfur Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. Engu að síður kýs Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, að bera saman áhrif þessara tveggja tegunda á náttúru landsins, í kveðju sem hann sendir mér síðastliðinn föstudag. Rétt eins og hjá sauðkindinni, þegar hún er á stanslausri hreyfingu, dreifist saur villtra fiska um stórt svæði. Allt önnur staða er þegar þúsundir tonna af eldisfiski eru á sama blettinum í þröngum fjörðum mánuðum og jafnvel árum saman. Þar verða afleiðingarnar þær að á botninum fyrir neðan sjókvíarnar myndast fjall af úrgangi. Þegar skepnur eru hafðar margar saman lengi á húsi moka allir bændur með sjálfsvirðingu skítinn úr gripahúsunum. Og lög um meðferð úrgangs frá gripahúsum eru afar ströng. Harðbannað er að losa það skólp í sjó. Eldismenn þrífa hins vegar ekki í kringum sig. Í Patreksfirði er staðan til dæmis sú að hvorki fæst vottun um að fiskeldið, sem Arnarlax stundar þar, sé sjálfbært né ábyrgt. Ástæðan er mengunin frá eldinu. Skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eytt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman. Í skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða um ástandið í Patreksfirði segir: „Þegar botndýrasamfélög í þessari athugun eru borin saman við þau sem fundust við athuganir sem gerðar voru áður en fiskeldi byrjaði sést að margar tegundir finnast ekki lengur á fiskeldissvæðinu.“ Erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Arnarlax sé þar með orðið brotlegt við starfsleyfi sitt, en í því segir meðal annars: „Fiskeldi má ekki valda fækkun tegunda í lífríki.“ Skítur og rotnandi fóðurafgangar eru ekki eini vandi laxeldis í opnum sjókvíum. Þar er líka stundaður eiturefnahernaður. Þannig hellti Arnarlax síðastliðið vor eiturefnum í sjóinn í Arnarfirði þegar fyrirtækið var að berjast við lúsafár í laxeldiskvíum sinum. Eðli málsins samkvæmt er losun eiturefna í opnar sjókvíar ávísun á umhverfismengun langt út fyrir kvíarnar. Í Noregi er staðan sú að rækjustofninn hefur hrunið þar sem lúsaeitur hefur verið notað. Það væri mun gagnlegra fyrir þann iðnað sem Kristján Þ. Davíðsson talar fyrir að beina kröftum sínum að þessum grafalvarlegu umhverfisáhrifum fremur en að blanda íslensku sauðkindinni að ósekju inn í umræðuna. Höfundur er flugstjóri og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun