Óhugnaður í hríðarbyl Brynhildur Björnsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 10:30 Bækur Mistur Ragnar Jónasson Veröld Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentuð í Finnlandi 256 bls. Sigurganga íslensku glæpasögunnar virðist engan enda ætla að taka og fjöldi höfunda hefur reynt sig við þetta sígilda form glæps, fléttu og lausnar með misjöfnum árangri þó. Undirrituð hefur hingað til ekki haft smekk fyrir bókum Ragnars Jónassonar. Bæði hefur stíll bókanna ekki slegið í gegn og plottin hafa þótt haldlítil og rista grunnt. Greinilegt er að ekki eru allir á sama máli því bækur hans hafa fengið góða dóma bæði hérlendis og erlendis og náð metsölu víða um heim. Smekkur er ekki eitthvað sem verður skýrt eða við ráðið og þeir og þær sem eru fengin til og taka að sér að dæma verk annarra hljóta að gera það af heilindum og eftir eigin sannfæringu þó það sé ekkert endilega alltaf skemmtilegt verkefni þegar hrifning af verkinu er ekki í mesta mæli. Það er því einstaklega ánægjulegt að geta verið jákvæð í þessum skrifum hér. Í Mistri kveður við nýjan og tærari tón í höfundarverki Ragnars að mati þeirrar er ritar hér. Stíllinn er þjálli og áferðarfallegri og söguþræðirnir allir spennandi og falla vel saman í lokin. Stíllinn er enn þá þurr og málfarið oft og tíðum stíft í munni persónanna en nú er það meira eins og höfundareinkenni og minna eins og reynsluleysi, Söguþræðirnir sagði ég áðan og þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Við fylgjumst með rannsóknarlögreglukonunni Huldu bæði í nútíð sögunnar og ekki svo fjarlægri fortíð þeirrar tímalínu þar sem hún tekst á við harm sem þeir sem hafa lesið fyrri bækurnar um hana þekkja. Þar er unnið vel með ógnina sem vofir yfir og grunleysi Huldu um það skipbrot sem bíður hennar. Saman við þessa sögu er fléttað sögu roskinna hjóna á einangruðum sveitabæ á Austurlandi þar sem fátt er til afþreyingar eftir að snjórinn lokar öllum leiðum. Ókunnugan mann ber að garði á Þorláksmessu og leitar skjóls undan hríðarbyl en brátt fer konuna að gruna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður. Drungaleg spenna magnast í lokuðu rýminu þaðan sem engin leið er út og bylurinn úti kallast á við andlegt ástand sögupersónanna innandyra. Á köflum leikur sagan sér á mörkum hins yfirskilvitlega þannig að lesandinn fer að efast með sögupersónum um hvað er rétt, rangt og raunverulega að gerast og sendir nokkrar kaldar vatnsgusur milli skinns og hörunds. Fleiri þræðir fléttast svo saman eftir því sem á líður söguna en til að skemma ekki fyrir lesendum verða þeir ekki raktir hér heldur látið nægja að segja að á endanum sést heildstæð og vel ofin mynd, kannski ekki endilega sú allra frumlegasta eða stílsnjallasta en fyllilega frambærileg og ánægjuleg til afþreyingar. Það er vissulega mikill kostur þegar bækur höfundar fara batnandi og miðað við þessa bók get ég ekki annað sagt en að ég hlakki til að fá næstu bók Ragnars í hendur.Samantekt: Spennandi og vel fléttuð saga, tvímælalaust besta bók höfundar til þessa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Mistur Ragnar Jónasson Veröld Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentuð í Finnlandi 256 bls. Sigurganga íslensku glæpasögunnar virðist engan enda ætla að taka og fjöldi höfunda hefur reynt sig við þetta sígilda form glæps, fléttu og lausnar með misjöfnum árangri þó. Undirrituð hefur hingað til ekki haft smekk fyrir bókum Ragnars Jónassonar. Bæði hefur stíll bókanna ekki slegið í gegn og plottin hafa þótt haldlítil og rista grunnt. Greinilegt er að ekki eru allir á sama máli því bækur hans hafa fengið góða dóma bæði hérlendis og erlendis og náð metsölu víða um heim. Smekkur er ekki eitthvað sem verður skýrt eða við ráðið og þeir og þær sem eru fengin til og taka að sér að dæma verk annarra hljóta að gera það af heilindum og eftir eigin sannfæringu þó það sé ekkert endilega alltaf skemmtilegt verkefni þegar hrifning af verkinu er ekki í mesta mæli. Það er því einstaklega ánægjulegt að geta verið jákvæð í þessum skrifum hér. Í Mistri kveður við nýjan og tærari tón í höfundarverki Ragnars að mati þeirrar er ritar hér. Stíllinn er þjálli og áferðarfallegri og söguþræðirnir allir spennandi og falla vel saman í lokin. Stíllinn er enn þá þurr og málfarið oft og tíðum stíft í munni persónanna en nú er það meira eins og höfundareinkenni og minna eins og reynsluleysi, Söguþræðirnir sagði ég áðan og þeir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Við fylgjumst með rannsóknarlögreglukonunni Huldu bæði í nútíð sögunnar og ekki svo fjarlægri fortíð þeirrar tímalínu þar sem hún tekst á við harm sem þeir sem hafa lesið fyrri bækurnar um hana þekkja. Þar er unnið vel með ógnina sem vofir yfir og grunleysi Huldu um það skipbrot sem bíður hennar. Saman við þessa sögu er fléttað sögu roskinna hjóna á einangruðum sveitabæ á Austurlandi þar sem fátt er til afþreyingar eftir að snjórinn lokar öllum leiðum. Ókunnugan mann ber að garði á Þorláksmessu og leitar skjóls undan hríðarbyl en brátt fer konuna að gruna að hann sé ekki allur þar sem hann er séður. Drungaleg spenna magnast í lokuðu rýminu þaðan sem engin leið er út og bylurinn úti kallast á við andlegt ástand sögupersónanna innandyra. Á köflum leikur sagan sér á mörkum hins yfirskilvitlega þannig að lesandinn fer að efast með sögupersónum um hvað er rétt, rangt og raunverulega að gerast og sendir nokkrar kaldar vatnsgusur milli skinns og hörunds. Fleiri þræðir fléttast svo saman eftir því sem á líður söguna en til að skemma ekki fyrir lesendum verða þeir ekki raktir hér heldur látið nægja að segja að á endanum sést heildstæð og vel ofin mynd, kannski ekki endilega sú allra frumlegasta eða stílsnjallasta en fyllilega frambærileg og ánægjuleg til afþreyingar. Það er vissulega mikill kostur þegar bækur höfundar fara batnandi og miðað við þessa bók get ég ekki annað sagt en að ég hlakki til að fá næstu bók Ragnars í hendur.Samantekt: Spennandi og vel fléttuð saga, tvímælalaust besta bók höfundar til þessa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira