Höfum við virkilega efni á þessu? Aron Leví Beck skrifar 22. nóvember 2017 08:45 Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar