Lífeyrissjóður unga fólksins Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar