Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun