Að borða hvorki ánamaðk né könguló Helga Birgisdóttir skrifar 24. nóvember 2017 10:00 Bækur Smartís Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 125 Kápuhönnun: Alexandra Buhl Skáldsaga Smartís gerist í Háaleitishverfinu, æskustöðvum höfundarins, Gerðar Kristnýjar, og á tíma sem henni er í fersku minni – níunda áratug síðustu aldar. Hér er um þroskasögu að ræða og sú sem sólin snýst í kringum er hvorki barn né fullorðinn heldur hversdagsleg unglingsstúlka í gaggó. Í bókinni er gert góðlátlegt grín að því að aðalpersónan og vinkonur hennar lendi aldrei í neinu sem vert að skrifa um og þótt það sé í sjálfu sér rétt að Smartís er ekki sérlega æsandi saga hefur hún fjöldamarga góða kosti. Fáir rithöfundar hafa jafn fágaða stílvitund og Gerður og þess utan er hún með þeim allra fyndnustu eins og sést t.d. í lýsingum á „bestuvinkonum“ sem hafa „bimbirimbirimbað sig saman í gegnum lífið síðan í sex ára bekk“ (6). Húmorinn birtist ekki hvað síst í djúpum skilningi á einkar flóknum vináttusamböndum unglingsstúlkna og hve stutt er á milli innilegrar vináttu og félagslegrar útilokunar. Þó er vissulega erfitt og sárt að vaxa úr grasi; sérstaklega þegar heimur fullorðinna er unglingum oft óskiljanlegur. Þetta kemur til að mynda glöggt fram í samskiptum aðalpersónu og móður hennar en eitt best dæmið gerist heima hjá Olgu, öðrum helmingi bestuvinkvenna, sem stúlkan okkar fær að leika með. Í miðju hversdagslegu andaglasi kemur móðir Olgu, dauðadrukkin, inn til stúlknanna og Olga stekkur strax til að eiga við hana. Aðalsöguhetjan leggur lítið til málanna en veit að nú verður hún að fara varlega og hún hugsar með sjálfri sér: „[ég] vissi að mér hafði ekki verið ætlað að verða vitni að þessu. Mig langaði heim en ég varð auðvitað að kveðja áður. Óróinn þyrlaðist um innra með mér á meðan ég beið eftir því að stelpurnar kæmur aftur fram“ (67). Telpan þarf að taka á ákvörðun um hvað hún segir og gerir en ákveður að vörn sé besta sóknin og lætur sig hverfa. Smartís gerist á tímum kalda stríðsins; þegar allur heimurinn stóð frammi fyrir tveimur kostum og það er ekki skrítið að söguhetja Gerðar skuli velta því fyrir sér hvort það sé ekki „meiri friður þar sem einráður ríkir“ (6). Akkúrat svona er þó heimur unglingsins sem þarf að taka hverja ákvörðunina á fætur annarri er varðar stöðu hans, sjálfsmynd og framtíð. Hinn stóri heimur endurspeglast í veröld stúlkunnar sem þarf stöðugt að velja á milli þess að drukkna eða vera kyrkt, borða ánamaðk eða könguló, deyja úr hita eða kulda, vera nasisti eða typpakarl. Hún kærir sig ekki um þá valkosti sem hún stendur frammi fyrir og hennar stærsta þroskaskref er í að átta sig á að hún þarf ekki að hlýða heldur getur hún valið sína eigin leið. Sagan byrjar mjög vel og samband aðalsöguhetjunnar við annars vegar foreldra sína og hins vegar „vinkonurnar“ er eitt það áhugaverðasta við bókina og svo má brosa yfir frásögnum af persónum á borð við typpakarlinn í hverfinu og bæjarferð til að kaupa eyrnalokka. Því miður nær sagan ekki að halda nógu vel dampi fram á síðustu kafla auk þess sem mér finnst textinn þéttari í fyrri hluta bókar. Engu að síður er Smartís áhugaverð skáldsaga; enn betri við annan lestur og vekur eflaust athygli bæði fullorðinna og unglinga.Niðurstaða: Launfyndin saga sem leynir á sér – lesið hana helst tvisvar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Smartís Gerður Kristný Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 125 Kápuhönnun: Alexandra Buhl Skáldsaga Smartís gerist í Háaleitishverfinu, æskustöðvum höfundarins, Gerðar Kristnýjar, og á tíma sem henni er í fersku minni – níunda áratug síðustu aldar. Hér er um þroskasögu að ræða og sú sem sólin snýst í kringum er hvorki barn né fullorðinn heldur hversdagsleg unglingsstúlka í gaggó. Í bókinni er gert góðlátlegt grín að því að aðalpersónan og vinkonur hennar lendi aldrei í neinu sem vert að skrifa um og þótt það sé í sjálfu sér rétt að Smartís er ekki sérlega æsandi saga hefur hún fjöldamarga góða kosti. Fáir rithöfundar hafa jafn fágaða stílvitund og Gerður og þess utan er hún með þeim allra fyndnustu eins og sést t.d. í lýsingum á „bestuvinkonum“ sem hafa „bimbirimbirimbað sig saman í gegnum lífið síðan í sex ára bekk“ (6). Húmorinn birtist ekki hvað síst í djúpum skilningi á einkar flóknum vináttusamböndum unglingsstúlkna og hve stutt er á milli innilegrar vináttu og félagslegrar útilokunar. Þó er vissulega erfitt og sárt að vaxa úr grasi; sérstaklega þegar heimur fullorðinna er unglingum oft óskiljanlegur. Þetta kemur til að mynda glöggt fram í samskiptum aðalpersónu og móður hennar en eitt best dæmið gerist heima hjá Olgu, öðrum helmingi bestuvinkvenna, sem stúlkan okkar fær að leika með. Í miðju hversdagslegu andaglasi kemur móðir Olgu, dauðadrukkin, inn til stúlknanna og Olga stekkur strax til að eiga við hana. Aðalsöguhetjan leggur lítið til málanna en veit að nú verður hún að fara varlega og hún hugsar með sjálfri sér: „[ég] vissi að mér hafði ekki verið ætlað að verða vitni að þessu. Mig langaði heim en ég varð auðvitað að kveðja áður. Óróinn þyrlaðist um innra með mér á meðan ég beið eftir því að stelpurnar kæmur aftur fram“ (67). Telpan þarf að taka á ákvörðun um hvað hún segir og gerir en ákveður að vörn sé besta sóknin og lætur sig hverfa. Smartís gerist á tímum kalda stríðsins; þegar allur heimurinn stóð frammi fyrir tveimur kostum og það er ekki skrítið að söguhetja Gerðar skuli velta því fyrir sér hvort það sé ekki „meiri friður þar sem einráður ríkir“ (6). Akkúrat svona er þó heimur unglingsins sem þarf að taka hverja ákvörðunina á fætur annarri er varðar stöðu hans, sjálfsmynd og framtíð. Hinn stóri heimur endurspeglast í veröld stúlkunnar sem þarf stöðugt að velja á milli þess að drukkna eða vera kyrkt, borða ánamaðk eða könguló, deyja úr hita eða kulda, vera nasisti eða typpakarl. Hún kærir sig ekki um þá valkosti sem hún stendur frammi fyrir og hennar stærsta þroskaskref er í að átta sig á að hún þarf ekki að hlýða heldur getur hún valið sína eigin leið. Sagan byrjar mjög vel og samband aðalsöguhetjunnar við annars vegar foreldra sína og hins vegar „vinkonurnar“ er eitt það áhugaverðasta við bókina og svo má brosa yfir frásögnum af persónum á borð við typpakarlinn í hverfinu og bæjarferð til að kaupa eyrnalokka. Því miður nær sagan ekki að halda nógu vel dampi fram á síðustu kafla auk þess sem mér finnst textinn þéttari í fyrri hluta bókar. Engu að síður er Smartís áhugaverð skáldsaga; enn betri við annan lestur og vekur eflaust athygli bæði fullorðinna og unglinga.Niðurstaða: Launfyndin saga sem leynir á sér – lesið hana helst tvisvar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira