Áhyggjur á ævikvöldi Guðjón S. Brjánsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal stóru áherslumálanna í síðustu alþingiskosningum voru heilbrigðis- og velferðarmál. Íslendingar eru ung þjóð, yngri en nágrannaþjóðirnar, og stærstur hluti aldraðra er hraustur og heilbrigður og býr á eigin heimili mestan hluta ævinnar. Samt vistast hlutfallslega mun fleiri á hjúkrunarheimilum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Önnur, hagkvæmari og betri úrræði eru fábreyttari. Vissulega þarf bráðaaðgerðir í hjúkrunarþjónustu við aldraða. Það sem þó skiptir höfuðmáli er að heilbrigðis- og velferðarþjónustan verði endurskilgreind. Vinna þarf að því í verki að gera öldruðum mögulegt að búa við öryggi og lífsgæði á eigin heimili mun lengur en tíðkast hefur. Hinn mikli vandi á íbúðamarkaði tröllríður umræðunni, snertir hag aldraðra með beinum hætti og aðkoma stjórnvalda að þeim þætti er nauðsynleg. Hagkvæmt húsnæði þar sem félagslegt samneyti er tryggt, eftirlit sömuleiðis með heilsufari og öryggi getur ráðið úrslitum um velsæld og heilbrigði, dregið úr einangrun og slysahættu og tafið stofnanavistun um marga mánuði eða jafnvel gert slíkt úrræði óþarft. Rannsóknir sýna að aldraðir almennt kjósa að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Nokkur hluti aldraðra býr við sæmileg lífeyriskjör en stór hluti þeirra við afar þröngan kost. Lamandi skerðingar þeirra sem enn vilja leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði eru líka fráleitar. Þetta er fjölbreytilegur þjóðfélagshópur sem á margt sameiginlegt. Þannig hafa t.d. flestir gengið að því sem vísu að lífeyrissjóðsgreiðslur á starfsævinni yrðu þeim verulegur búhnykkur á efri árum en orðið fyrir vonbrigðum. Hið gamalkunna kjörorð „búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ er glapsýn. Áhyggjur fylgja mannfólkinu auðvitað alla tíð og aldraðir hafa því áhyggjur eins og annað venjulegt fólk. Það er hins vegar hryggilegt að þjóðin sé svo skammt komin á braut velferðar að hluti eldri borgara skuli enn hafa áhyggjur af framfærslu sinni, hvort þeir eigi til hnífs og skeiðar. Það er ljótur blettur á samfélagi sem vill kenna sig við velferð.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar