Tvístígandi Seðlabanki Skúli Hrafn Harðarson og Stefán Helgi Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun