Gífurlegar framkvæmdir í höfuðstöðvum Microsoft Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 13:20 Hér má sjá mynd af því hvernig svæðið mun líta út. microsoft Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum. Microsoft Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tölvurisinn Microsoft hefur í hyggju að stækka svæði höfuðstöðva sinna í Redmond, Washington svo um munar. Ætlunin er að bæta við átján nýjum byggingum á næstu fimm til sjö árum en fyrir eru þær 80 talsins. Hugsunin er að skapa hálfgert stórborgarandrúmsloft án þess að rífa niður skóga í kringum svæðið. Microsoft bætist þar með í hóp stórfyrirtækja á borð við Apple, Google og Amazon sem öll hafa staðið fyrir glæsilegri uppbyggingu í kringum höfuðstöðvar sínar. Fyrirtækið mun koma til með að byggja á 2,5 milljóna fermetra plássi og endurskipuleggja og hanna núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra. Með þessum breytingum skapast pláss fyrir 8 þúsund starfsmenn til viðbótar en á svæðinu starfa 47 þúsund fyrir. Kostnaður verkefnisins liggur ekki fyrir en ljóst er að þetta mun kosta nokkra milljarða Bandaríkjadala. Áætlunin gerir ráð fyrir að byggingu verði lokið árið 2023 og segir Brad Smith, forseti Microsoft, að uppbyggingin snúist ekki einungis um stækkun. Hún myndi koma til með að færa fyrirtækið inn í framtíðina. Um er að ræða umfangsmestu endurbyggingu á svæði höfuðstöðva fyrirtækisins í Redmond frá upphafi. Bæjarstjóri Redmond, John Marchione, segist ánægður með framkvæmdir fyrirtækisins. „Microsoft hefur alla tíð verið frábær samstarfsfélagi og erum við ánægð með að Redmond verði áfram heimili þeirra,“ var haft eftir bæjarstjóranum. Apple greindi frá því á dögunum að stutt væri í að mannvirkið Apple Campus 2 yrði vígt en Steve Jobs kynnti byggingaráformin skömmu fyrir dauða sinn árið 2011.Hér má sjá myndband sem fer lauslega yfir framkvæmdirnar á höfuðstöðvunum.
Microsoft Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira