Vörumerki og persónuleiki, vertu þú sjálf/ur Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þetta með persónuleikann, allir eru með einn og þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir, sumir heillandi aðrir ekki. Hvað með vörumerki? Þú hefur 5 sekúndur, hver er persónuleiki þíns vörumerkis? Varstu í vandræðum með að svara þessu, skiptir það máli? Já, það er vissara að vera með þetta á hreinu og hvað vörumerkið stendur fyrir. Mikilvægt er að þú finnir þetta út fyrir þitt vörumerki, ekki láta samkeppnina skilgreina þig. Persónuleiki vörumerkis skiptir einnig miklu máli þegar kemur að uppbyggingu og viðhaldi merkisins, sérstaklega þegar lögð er áhersla á samþætta markaðssetningu þar sem öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá sér, frá samskiptum við viðskiptavini á samfélagsmiðlum til atvinnuauglýsinga og almannatengsla, séu í takt og innihaldi í grunninn sama rödd en aðlöguð fyrir hvern flöt og miðil. Sé lagt í þá vinnu að skilgreina persónuleika vörumerkisins verða samskipti við viðskiptavini og starfsmenn markvissari og skýrari. Gott er að nota mannleg einkenni við að finna röddina, ef vörumerkið væri persóna, hver væri hún? Kona, karlmaður eða hvorugt, aldur, hvernig hagar hún sér og hvaða skoðanir hefur hún. Hvað elskar persónan og hvað myndi hún aldrei segja eða gera? Hugsaðu um hvernig þú vilt að markhópurinn upplifi vörumerkið og hvaða tilfinningar og viðbrögð það veki. Dæmi um þetta er vörumerki þar sem persónuleikinn er fágaður, yfirvegaður og heiðarlegur, þá stingur í stúf ef auglýsingar tækju mið af því en á samfélagsmiðlum myndi vörumerkið birtast sem kjánalegt og svara með gríni og hroka. Þessari vinnu lýkur aldrei, á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri til að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni skilgreini þau sinn persónuleika og noti til að aðgreina sig frá samkeppninni og ná betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort annað. Það er enginn betri í að vera þú en einmitt þú, sama á við um vörumerki.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar