Fyrrverandi barnastjarna fordæmir kynferðislega hlutgervingu 13 ára gamallar leikkonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 11:15 Millie Bobby Brown er ein aðalstjarnan í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Stranger Things. vísir/getty Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36