Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 11:06 Loftslagsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/AFP Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58