Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 11:06 Loftslagsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/AFP Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58