Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Bónus hefur greinilega lækkað vöruverð sitt töluvert á fjölda vörutegunda frá opnun Costco. vísir/eyþór Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30