Kúkabrandarar geta verið alvörumál Helga Birgisdóttir skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Bækur Amma best Höfundur: Gunnar Helgason Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 192 Kápuhönnun: Rán Flygenring Á nýafstöðnu barnabókaþingi í ráðhúsi Reykjavíkur var rætt um hve lítið er gefið út af barnabókum hér á landi og að rithöfundar sjái sér ekki hag í að skrifa slíkar bækur. Þá var margbent á að íslensk börn lesi ekki nógu mikið – að sumu leyti vegna þess að það eru ekki skrifaðar og gefnar út nógu margar bækur. Gunnar Helgason hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að stækka hinn smáa íslenska barnabókamarkað og hefur alls sent frá sér 12 barnabækur, þar af 9 hnausþykkar á síðustu sjö árum. Geri aðrir betur! Hans nýjasta bók, Amma best, er fjórða sagan um fermingarstúlkuna Stellu, sorgir hennar og sigra. Fyrstu tvær bækurnar hafa notið mikilla vinsælda en ég er hrædd um að margir hafi misst af þriðju bókinni, Strákaklefanum, sem hægt er að lesa ókeypis á vef Menntamálastofnunar. Amma best er beint framhald fyrri bókanna þriggja og hefst rúmum þremur vikum fyrir fermingu Stellu. Auk þessa stórviðburðar fjallar bókin um kærastavandamál og fjölskylduvandamál, sem einkum tengjast ömmu best sem kemur alla leið frá Köben til að vera við fermingu Stellu. Yfir öllu þessu svífur svo bráðfyndinn kúkabrandari – sem er líka dauðans alvara, í orðsins fyllstu merkingu, og gerir Stellu ákaflega skelkaða. Vandræðin sem Stella glímir við eru vandamál sem langflestir unglingar kannast við, jafnvel þótt vandræði Stellu séu ýktari og farsakenndari en gengur og gerist og meira að segja þótt Stella sé með klofinn hrygg og ferðist í hjólastól. Stella er, þegar öllu er á botninn hvolft, alveg eins og aðrir vandræðalegir unglingar og því eiga lesendur auðvelt með að spegla sig í henni. Stella sjálf er viðkunnanleg persóna sem tekur út mikinn þroska í bókunum en hún er hins vegar langt í frá fullkomin. Fyndin er hún en alls ekki jafn fyndin og aukapersónur á borð við Hanna granna, ömmu snobb og Sigga litla bróður sem á bágt með að segja r. Lesandi getur hreinlega átt á hættu að fá harðsperrur í brosvöðvana við lesturinn. Hins vegar eru brandararnir oft svo yfirþyrmandi að sagan sjálf týnist í öllum húmornum. Til dæmis finnst mér sá hluti sögunnar sem snýr að vandamálum tengdum kúk – svo ekki sé of mikið gefið upp hér – mjög áhugaverður en húmorinn leikur þar of stórt hlutverk og gerir söguna hreinlega ótrúverðuga. Á þetta til að mynda við um samskipti Stellu og fjölskyldunnar við læknastéttina. Amma best er skemmtileg bók en ekki sú besta í bókaflokknum um Stellu en bæði finnst mér Mamma klikk og Pabbi prófessor betur skrifaðar og fléttan úthugsaðri. Engu að síður óska ég þess innilega að Gunnar haldi áfram að skrifa um Stellu. Íslensk börn þurfa sárlega á góðum bókaflokkum að halda, skemmtilegum og vel skrifuðum doðröntum sem halda athygli þeirra og fá þau til að flykkjast í bókasöfnin og athuga hvort höfundurinn sé ekki búinn að skrifa meira.Niðurstaða: Ágæt viðbót við sérlega vel lukkaðan bókaflokk. Haltu áfram að skrifa, Gunnar!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.nóvember. Bókmenntir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Amma best Höfundur: Gunnar Helgason Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 192 Kápuhönnun: Rán Flygenring Á nýafstöðnu barnabókaþingi í ráðhúsi Reykjavíkur var rætt um hve lítið er gefið út af barnabókum hér á landi og að rithöfundar sjái sér ekki hag í að skrifa slíkar bækur. Þá var margbent á að íslensk börn lesi ekki nógu mikið – að sumu leyti vegna þess að það eru ekki skrifaðar og gefnar út nógu margar bækur. Gunnar Helgason hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að stækka hinn smáa íslenska barnabókamarkað og hefur alls sent frá sér 12 barnabækur, þar af 9 hnausþykkar á síðustu sjö árum. Geri aðrir betur! Hans nýjasta bók, Amma best, er fjórða sagan um fermingarstúlkuna Stellu, sorgir hennar og sigra. Fyrstu tvær bækurnar hafa notið mikilla vinsælda en ég er hrædd um að margir hafi misst af þriðju bókinni, Strákaklefanum, sem hægt er að lesa ókeypis á vef Menntamálastofnunar. Amma best er beint framhald fyrri bókanna þriggja og hefst rúmum þremur vikum fyrir fermingu Stellu. Auk þessa stórviðburðar fjallar bókin um kærastavandamál og fjölskylduvandamál, sem einkum tengjast ömmu best sem kemur alla leið frá Köben til að vera við fermingu Stellu. Yfir öllu þessu svífur svo bráðfyndinn kúkabrandari – sem er líka dauðans alvara, í orðsins fyllstu merkingu, og gerir Stellu ákaflega skelkaða. Vandræðin sem Stella glímir við eru vandamál sem langflestir unglingar kannast við, jafnvel þótt vandræði Stellu séu ýktari og farsakenndari en gengur og gerist og meira að segja þótt Stella sé með klofinn hrygg og ferðist í hjólastól. Stella er, þegar öllu er á botninn hvolft, alveg eins og aðrir vandræðalegir unglingar og því eiga lesendur auðvelt með að spegla sig í henni. Stella sjálf er viðkunnanleg persóna sem tekur út mikinn þroska í bókunum en hún er hins vegar langt í frá fullkomin. Fyndin er hún en alls ekki jafn fyndin og aukapersónur á borð við Hanna granna, ömmu snobb og Sigga litla bróður sem á bágt með að segja r. Lesandi getur hreinlega átt á hættu að fá harðsperrur í brosvöðvana við lesturinn. Hins vegar eru brandararnir oft svo yfirþyrmandi að sagan sjálf týnist í öllum húmornum. Til dæmis finnst mér sá hluti sögunnar sem snýr að vandamálum tengdum kúk – svo ekki sé of mikið gefið upp hér – mjög áhugaverður en húmorinn leikur þar of stórt hlutverk og gerir söguna hreinlega ótrúverðuga. Á þetta til að mynda við um samskipti Stellu og fjölskyldunnar við læknastéttina. Amma best er skemmtileg bók en ekki sú besta í bókaflokknum um Stellu en bæði finnst mér Mamma klikk og Pabbi prófessor betur skrifaðar og fléttan úthugsaðri. Engu að síður óska ég þess innilega að Gunnar haldi áfram að skrifa um Stellu. Íslensk börn þurfa sárlega á góðum bókaflokkum að halda, skemmtilegum og vel skrifuðum doðröntum sem halda athygli þeirra og fá þau til að flykkjast í bókasöfnin og athuga hvort höfundurinn sé ekki búinn að skrifa meira.Niðurstaða: Ágæt viðbót við sérlega vel lukkaðan bókaflokk. Haltu áfram að skrifa, Gunnar!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9.nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira