Mikill ójöfnuður eigna hérlendis er staðreynd Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 20. október 2017 14:30 Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál snúast um hvers konar samfélag við viljum búa í. Það er stjórnmálamanna að benda á það sem betur má fara og hvaða leiðir eru færar til að bæta hag almennings. Ein af staðreyndunum sem ég hef bent á er mikill ójöfnuður eigna á Íslandi. Nýverið töldu Samtök atvinnulífsins að það væri nauðsynlegt að birta grein til að réttlæta ójöfnuð á Íslandi og að þeirra mati leiðrétta það sem þeir kölluðu bábiljur ónefndra stjórnmálamanna. Það er skemmst frá því að segja að þeim tekst ekki að hrekja eina einustu staðreynd sem ég hef sett fram um eignaójöfnuð á Íslandi. Okkar fullyrðing um að 5 prósent landsmanna eigi næstum jafnmikið af nettóeignum og 95 prósent af þjóðinni stendur. Þessi tala og aðrar eru skv. gögnum Hagstofunnar. Okkar staðreynd um að 10 prósent af þjóðinni eigi 62 prósent alls eigin fjár stendur. Þetta er meira að segja staðreynd sem Samtök atvinnulífsins nefna sjálf í grein sinni. Okkar staðreynd um að 20 prósent af þjóðinni eigi næstum 90 prósent af hreinni eign landsmanna og 80 prósent landsmanna eigi 10 prósent eignanna stendur. Samtök atvinnulífsins ákveða að einblína á jöfnuð tekna en ekki eigna og telja sig geta ályktað að allt sé í himnalagi í þeim efnum. Í mínum málflutningi hef ég ekki minnst á tekjurnar heldur fjallað um eignirnar. Það er rétt að jöfnuður tekna er talsverður hér á landi skv. OECD en þó ber að hafa í huga að OECD tölurnar eru frá 2014.10 prósent tók til sín helminginn af nýju eigin fé Eftir stendur að eignaójöfnður er gríðarlegur á Íslandi. Og því til viðbótar má nefna að virði eigna hinna ofurríku eru vanmetnar því verðbréf eru skráð á nafnvirði en ekki markaðsvirði sem er mun hærra. Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Hagstofunni kemur einnig fram að 10 prósent af ríkustu landsmönnum tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Þetta þýðir að tæplega helmingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síðasta ári fór til tíu prósent efnamestu framteljendanna. Um 60 prósent eiginfjár sem orðið hefur til frá 2010-2016 fór til 20 prósent ríkustu fjölskyldna í landinu.Skattkerfið hentar best hinum ríku Samtök atvinnulífsins vitna í tölur Credit Suisse máli sínu til stuðnings og segja að eignajöfnuður sé mestur á Íslandi af Norðurlöndunum. Hins vegar segja Samtök atvinnulífsins bara hálfa söguna. Því samkvæmt Credit Suisse er ójöfnuður eigna einmitt mikill á Norðurlöndum og meiri en víðast annars staðar í Evrópu, :“The celebrated social-democratic nations of Scandinavia have some of the highest wealth inequality in Europe. That's according to Credit Suisse's weighty Global Wealth Report 2014…The Nordic nations on the list sit in the "high inequality" group, where the top 10% hold 60-70% of the country's household wealth.” Business Insider. Það að ójöfnuður eigna sé meiri á Norðurlöndunum en t.d. í mörgum Evrópuríkjum, kemur sumum á óvart en það er hins vegar staðreynd samkvæmt Credit Suisse. Á móti er jöfnuður tekna meiri á Norðurlöndunum en almennt er í Evrópu og það hef ég ekki dregið í efa. Rétt skal vera rétt. Ójöfnuður eigna er mikill á Íslandi og þurfum við því að hafa skattkerfi sem er því bæði sanngjarnara og réttlátara sem hentar þorra almennings en ekki skattkerfi sem hentar best ríkustu 5-10 prósent landsmanna eins og nú er.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun