Nýja stjórnarskráin vísar sérhagsmunum á dyr Þórdís Björk Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2017 16:55 Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun