Heitur ís Torfi Tulinius skrifar 23. október 2017 07:00 Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Það verður að gera ráð fyrir því að fólk trúi því sem það segir sjálft, m.a.s. stjórnmálamenn. Nú keppast allir flokkar við að lofa afnámi fátæktar, styrkingu innviða, uppbyggingu heilbrigðiskerfis og jafnvel stórauknum fjármunum til mennta- og velferðarmála. Eitt er gott við hversu stutt er frá síðustu kosningum: þeir sem héldu uppi þessum boðskap þá og mynduðu stjórnina sem féll í september, Viðreisn, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur, sýndu í fjármálaáætlun til fimm ára og fjárlagafrumvarpi að þeir ætluðu ekki að standa við gefin loforð nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrirætlanir þeirra um uppbyggingu, menntun og velferð takmörkuðust við það að þeir voru ekki tilbúnir að afla þeirra varanlegu tekna sem nauðsynlegar eru til að standa undir framsæknu samfélagi sem hlúir að börnum, sjúkum og öldruðum en skapar jafnframt aðstæður fyrir einstaklinga til að njóta hæfileika sinna; samfélag sem um leið býr sig undir að takast á við þær risavöxnu áskoranir sem bíða okkur í nálægri framtíð: umhverfisvá og ójöfnuð, bæði á hnattræna vísu og hér innanlands. Slíkt samfélag er hægt að byggja hér á Íslandi en ekki nema við aukum sameiginlegar tekjur okkar með því að taka upp skattkerfi í líkingu við flestar þjóðir sem við berum okkur saman við, þ.e. með hærri fjármagnstekjuskatti, auðlindagjöldum, auðlegðarskatti og þriðja skattþrepi hátekjufólks. Slíkir skattar eru ekki jafn háðir hagsveiflum og neysluskattar, slá á þenslu auk þess sem þeir ýta undir velferð og jöfnuð t.d. með því að gera kleift að stórefla barnabætur og aðra aðstoð við ungt fjölskyldufólk. Það hefur hallað mjög á ungar fjölskyldur á undanförnum árum og áratugum, en barnabætur eru fyrirtaks tekjujöfnunartæki og koma sér vel jafnt fyrir þá sem hafa lágar tekjur og hærri. Sjálfstæðisflokkur hefur um áratuga skeið verið mótfallinn því að styrkja grundvöll samneyslunnar. Því miður á það við um fleiri framboð. Þeir sem halda því fram, með fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, í fararbroddi, að það sé hægt að auka heilbrigði, velferð og menntun til frambúðar án þess að bæta tekjuöflun samfélagsins blekkja sjálfa sig og aðra. Þeir trúa og vilja að kjósendur trúi hinu ómögulega: að hvítt sé svart, að vont sé gott og að ís sé heitur.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun