Grunnstoðir og burðarvirki samfélagsins Gunnar Árnason skrifar 24. október 2017 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar