Aðgerða er þörf – Réttum hlut kvenna Helga Vala Helgadóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og skrifa 24. október 2017 08:40 Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun