Aðgerða er þörf – Réttum hlut kvenna Helga Vala Helgadóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og skrifa 24. október 2017 08:40 Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Kosningar 2017 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Stærstu jafnréttismál okkar tíma eru baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og baráttan fyrir fjárhagslegu jafnrétti kvenna og karla. Jafnrétti kynjanna er grundvallar mannréttindamál og þó að konur hafi lagalegan rétt til jafns við karla vantar enn töluvert upp á að raunveruleikinn fylgi eftir. Konur eru með á bilinu 7 til 18 prósent lægri laun en karlar og það er óásættanlegt. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda þess að þær standi jafnfætis körlum og séu þeim ekki háðar um lífsviðurværi sitt og barna sinna. Frá árinu 1961 hefur verið ólöglegt að mismuna í launum út frá kynferði. Þrátt fyrir það eru fá mál vegna launamismununar kærð. Kynbundinn launamunur þrífst best í skjóli launaleyndar. Í nýjum jafnréttislögum frá árinu 2008 er þó skýrt kveðið á um að ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningum sé ekki skuldbindandi og að fólki sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort það skýri frá launakjörum sínum. Þessum lögum þarf að fylgja eftir. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem setja leikreglurnar. Engu að síður er launamunur kynjanna enn umtalsverður og er eitt stærsta mannréttindamál okkar tíma að útrýma honum. Skilaboð kvennafrídagsins árið 1975 eiga enn fullt erindi við okkur öll. Tryggjum konum fjárhagslegt sjálfstæði. Árið er 2017. Þetta er ekkert flókið. Það þarf bara að gera það.Baráttan gegn ofbeldiNærri fjórðungur allra íslenskra kvenna hafa upplifað líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi í nánu sambandi. Í könnun Velferðarráðuneytis kom fram að 42 prósent kvenna hafa verið beittar ofbeldi á einhverjum tíma frá 16 ára aldri. Á síðasta ári dvöldu 116 konur og 79 börn í Kvennaathvarfinu en vert er að nefna að enn hefur ekkert slíkt athvarf verið reist fyrir karla og börn þeirra. Þá hafa tæplega 200 einstaklingar leitað ásjár hjá Bjarkarhlíð, miðstöð þolenda ofbeldis, á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru frá opnun þessa tilraunaverkefnis. Samfylkingin hefur ákveðið að setja einn milljarð króna árlega í stórsókn gegn ofbeldi. Í fyrsta lagi er ætlunin að stórefla löggæslu í landinu, með því að fjölga lögreglumönnum sem sinna löggæslu og rannsóknum. Í öðru lagi ætlum við að hefja markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu með skipulögðu starfi á öllum skólastigum. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðis og heimilisofbeldis um allt land. Loks verðum við að vakna af værum blundi er varðar netofbeldi og takast á við það sívaxandi vandamál. Baráttunni gegn ofbeldi og fyrir auknu jafnrétti er hvergi nærri lokið. Samfylkingin ætlar sér í slíka vinnu á næsta kjörtímabili.Helga Vala Helgadóttir, skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norðurJóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar