Láttu lífeyrinn minn vera! Guðrún Pétursdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las ummæli Sigmundar Davíðs um lífeyrissjóðina, sem hann lét falla á þingi Samtaka iðnaðarins 13. október 2017. Ég fæ ekki betur séð en hann geti ekki beðið eftir að komast í lífeyrissparnaðinn okkar. Þinn og minn. Orðrétt er haft eftir honum: „Til dæmis hjá lífeyrissjóðunum sem hafa haft það of þægilegt með tryggðri 3,5% ávöxtun. Ef ríkið væri ekki að halda þeim uppi þyrftu þeir að standa undir sér með öðrum hætti. Ég myndi vilja sjá sterkari hvata til þess að þetta fjármagn nýtist í nýsköpun.“ Hafa lífeyrissjóðirnir það „of þægilegt“? Eru ekki áhyggjur okkar einmitt þær, að þeir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum? Það er sannarlega rík ástæða til að tryggja ávöxtun lífeyrissjóðanna og verja þá sjálfa. Þarna liggur lífeyrissparnaður þjóðarinnar, fjármagn sem tekið er af öllum launum fólks að viðbættu mótframlagi launagreiðenda, í þeim skýra tilgangi að tryggja framfærslu þegar starfsævinni lýkur. Víst er þetta mikið fé, enda skuldbindingarnar gríðarmiklar. Þeim mun ríkari ástæða er til að verja þessa fjármuni fyrir þeim sem ásælast þá. Fjárfestingar í nýsköpun eru of áhættumiklar til að leggja lífeyri landsmanna þar undir. Það fjármagn þarf að koma annars staðar frá. Að heyra þessi áform frambjóðandans ætti að hringja háværum viðvörunarbjöllum. Það má aldrei gerast að þetta öryggisnet þjóðarinnar sé lagt undir í fjárhættuspili, með hvaða formerkjum sem er. Lífeyrissparnaður er ekki skattur – hann er eign. Burt með krumlurnar, Sigmundur! Snertu ekki lífeyrinn minn! Höfundur er á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun