FH vill taka vítin í Helsinki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2017 16:40 Ásbjörn Friðriksson tekur hér víti fyrir FH. Hann fer líklega á punktinn gegn St. Petersburg. vísir/ernir Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“ Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“
Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06
Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti