Handbolti

Fær­eyingar úr leik og Danir stigalausir í milli­riðil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir máttu þola óvænt tap gegn Portúgal.
Danir máttu þola óvænt tap gegn Portúgal. EPA/Bo Amstrup DENMARK OUT

Frændþjóðirnar Færeyjar og Danmörk máttu báðar þola tap í síðustu umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld.

Bæði lið voru að spila hreina úrslitaleiki í sínum riðlum. Færeyingar þurftu í það minnsta stig gegn Slóvenum til að komast í milliriðil og Danir, sem voru búnir að vinna sinn riðil, þurftu sigur gegn Portúgal til að taka með sér tvö stig í milliriðil.

Færeyingar þurftu hins vegar að sætta sig við grátlegt þriggja marka tap gegn Slóvenum, 30-27, og enda því í 3. sæti D-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Svisslendingar sem enda í 2. sæti. Svisslendingar fara áfram á betri markatölu, en Færeyingar eru úr leik.

Þá máttu Danir þola óvænt tveggja marka tap gegn Portúgal, 31-29. Portúgalska liðið leiddi með einu marki í hálfleik og hélt forystunni út leikinn.

Með sigrinum tryggði Portúgal sér sæti í milliriðli og fylgir Dönum þangað. Það eru hins vegar Portúgalir sem taka stigin tvö með sér upp í milliriðilinn á kostnað Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×