Svar við opnu bréfi frá Eddu Þórarinsdóttur Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2017 18:52 Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun