Andrými fjölmiðla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. október 2017 06:00 Fjórir blaðamenn 365 miðla voru sakfelldir í héraðsdómi í gær fyrir meiðyrði vegna fréttaflutnings af svokölluðu Hlíðamáli. Í málinu voru tveir karlmenn sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu síðar frá vegna skorts á sönnunargögnum. Héraðsdómur hengir sig meðal annars á það að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið “útbúin” til nauðgana líkt og komið hafi fram í umfjöllun blaðsins. Þessi áhersla á að hanka blaðamenn fyrir tiltekin smáatriði í umfjöllun, sem síðar reynast röng eða ónákvæm, er nokkuð sem fjölmiðlamenn hafa þurft að venja sig við í seinni tíð. Það er orðin þekkt tækni í sambærilegum málum að einblína á smáatriði, sem mögulega eru röng, og beina þannig athygli frá stóru myndinni. Auðvitað á að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir vandi sig. Þegar fréttir eru sagðar þarf hins vegar alltaf að vera eitthvert jafnvægi. Áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að blaðamenn hiki eða hreinlega þori ekki að segja fréttir. Það má heldur ekki verða svo að krafan um nákvæmni í frásögn, verði til þess að fréttir séu ekki sagðar fyrr en þær eru orðnar að sagnfræði. Þegar dómstólar hjálpa til við að skapa slíkt andrúmsloft getur það vart talist annað en ritskoðun. Fréttir eru nefnilega þess eðlis að þær eru gjarnan sagðar í rauntíma. Eðli málsins samkvæmt liggja þá ekki allar staðreyndir fyrir, atburðarrás getur jafnvel enn verið að eiga sér stað. Dómstólar verða að eftirláta fjölmiðlum sanngjarnt andrými. Ýmislegt bendir til þess að fjölmiðlar á Íslandi búi ekki við nægjanlegan skilning frá hinu opinbera. Nægir þar að nefna nýlegt lögbann sem lagt var á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum er eiga uppruna sinn hjá slitastjórn Glitnis. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra við niðurstöðu héraðsdóms eru þau skilaboð sem send eru þolendum kynferðisbrota og fordæmið sem sett er varðandi umfjöllun um kynferðisbrot. Kynferðisbrot og baráttan gegn þeim hefur verið mikið í umræðunni bæði hér á landi og annarsstaðar undanfarið. Raunar má segja að leyndarhjúpur um þessi mál hafi orðið til þess að síðasta ríkisstjórn lifði ekki kjörtímabilið. Ef litið er út fyrir landssteinana hafa mál Harvey Weinstein verið í hámæli, en upplýst er að hann hafi áratugum saman misnotað og áreitt tugi kvenna og komist upp með það. Allt í skjóli leyndarinnar. Þar til nú. Leyndarhulunni hefur verið svipt af Harvey Weinstein. Ríkisstjórnin sprakk. Í þessu samhengi er niðurstaða héraðsdóms tímaskekkja. Blaðamenn verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Mál Weinstein er lifandi sönnun þess. Auðvitað kann að vera að við gerum mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík að umfjöllunin þagni. Sérstaklega á það við um kynferðisbrot. Of lengi hafa fórnarlömb slíkra brota horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Það verður að segja fréttir af slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upplýsa fólk heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Slíkt væri afturhvarf til verri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32 Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Fjórir blaðamenn 365 miðla voru sakfelldir í héraðsdómi í gær fyrir meiðyrði vegna fréttaflutnings af svokölluðu Hlíðamáli. Í málinu voru tveir karlmenn sakaðir um nauðgun en lögreglan vísaði málinu síðar frá vegna skorts á sönnunargögnum. Héraðsdómur hengir sig meðal annars á það að ekki hafi verið rétt að íbúðin, þar sem verknaðurinn átti að hafa átt sér stað, hafi verið “útbúin” til nauðgana líkt og komið hafi fram í umfjöllun blaðsins. Þessi áhersla á að hanka blaðamenn fyrir tiltekin smáatriði í umfjöllun, sem síðar reynast röng eða ónákvæm, er nokkuð sem fjölmiðlamenn hafa þurft að venja sig við í seinni tíð. Það er orðin þekkt tækni í sambærilegum málum að einblína á smáatriði, sem mögulega eru röng, og beina þannig athygli frá stóru myndinni. Auðvitað á að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir vandi sig. Þegar fréttir eru sagðar þarf hins vegar alltaf að vera eitthvert jafnvægi. Áherslan á smáatriðin má ekki verða til þess að blaðamenn hiki eða hreinlega þori ekki að segja fréttir. Það má heldur ekki verða svo að krafan um nákvæmni í frásögn, verði til þess að fréttir séu ekki sagðar fyrr en þær eru orðnar að sagnfræði. Þegar dómstólar hjálpa til við að skapa slíkt andrúmsloft getur það vart talist annað en ritskoðun. Fréttir eru nefnilega þess eðlis að þær eru gjarnan sagðar í rauntíma. Eðli málsins samkvæmt liggja þá ekki allar staðreyndir fyrir, atburðarrás getur jafnvel enn verið að eiga sér stað. Dómstólar verða að eftirláta fjölmiðlum sanngjarnt andrými. Ýmislegt bendir til þess að fjölmiðlar á Íslandi búi ekki við nægjanlegan skilning frá hinu opinbera. Nægir þar að nefna nýlegt lögbann sem lagt var á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum er eiga uppruna sinn hjá slitastjórn Glitnis. Starfsumhverfi fjölmiðla er eitt, en annað og verra við niðurstöðu héraðsdóms eru þau skilaboð sem send eru þolendum kynferðisbrota og fordæmið sem sett er varðandi umfjöllun um kynferðisbrot. Kynferðisbrot og baráttan gegn þeim hefur verið mikið í umræðunni bæði hér á landi og annarsstaðar undanfarið. Raunar má segja að leyndarhjúpur um þessi mál hafi orðið til þess að síðasta ríkisstjórn lifði ekki kjörtímabilið. Ef litið er út fyrir landssteinana hafa mál Harvey Weinstein verið í hámæli, en upplýst er að hann hafi áratugum saman misnotað og áreitt tugi kvenna og komist upp með það. Allt í skjóli leyndarinnar. Þar til nú. Leyndarhulunni hefur verið svipt af Harvey Weinstein. Ríkisstjórnin sprakk. Í þessu samhengi er niðurstaða héraðsdóms tímaskekkja. Blaðamenn verða að fá svigrúm til að fjalla um kynferðisbrot á rannsóknarstigi. Mál Weinstein er lifandi sönnun þess. Auðvitað kann að vera að við gerum mistök á þeirri vegferð, en viðurlögin mega ekki vera slík að umfjöllunin þagni. Sérstaklega á það við um kynferðisbrot. Of lengi hafa fórnarlömb slíkra brota horft framan í réttarkerfi sem hvorki hlustar né skilur. Það verður að segja fréttir af slíkum málum. Í því felst ekki bara rétturinn til að upplýsa fólk heldur líka yfirlýsing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Slíkt væri afturhvarf til verri tíma.
Fjórir fréttamenn 365 dæmdir fyrir meiðyrði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ummæli fjögurra fréttamanna fréttastofu 365 dauð og ómerk. 26. október 2017 13:32