Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson skrifar 10. október 2017 07:00 Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsóknarflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jón fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endurvakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlutskipti landsins í brimróti gengisóróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dagskrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept sl. sagði kann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parliament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknaraðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völdum og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurðum um aðildarumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formannsins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið.Höfundur er hagfræðingur.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun