Að gefa dauðum hesti að éta Ólafur Þorri Árnason Klein skrifar 16. október 2017 09:00 Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er fjórða iðnbyltingin að hefjast og tæknin tekur líf okkar yfir hægt og rólega. Veruleikinn í dag er sá að hægt er að taka lítinn glansandi kassa upp úr vasanum, ýta á hann á vel völdum stöðum og fá kvöldmatinn sendan með fljúgandi vélmenni. Fyrir þrjátíu árum síðan var þessi veruleiki vægast sagt fjarstæðukenndur en við höfum að mestu leyti lært að lifa með honum og notfæra okkur flesta kosti hans. Tæknibyltingin er þó ekki gallalaus. Með tilkomu snjalltækja fjarlægjumst við okkar nánustu með höfuðið grafið í skjáinn, og með augun á nýjasta kökuskreytingarmyndbandinu. Samhliða þessu er fjöldi umferðaslysa á uppleið á ný og það er því mikilvægt að við séum meðvituð um þessa galla. Ljóst er þó að ekki verður aftur snúið í þessum efnum, og því ber að fagna. Nýjungar og betrumbætur taka við af hinu gamla og úrelta nánast undantekningarlaust. Þetta á meðal annars við um tækin okkar, námsbækur og leikkerfi í íþróttum. Þetta á því að sjálfsögðu einnig við um kerfi atvinnulífsins enda eru þau mannanna verk. Sum þessara kerfa hafa verið í megindráttum óbreytt í áratugi, því ber ekki að fagna. Sum þeirra eru óskilvirk og önnur þeirra þjóna hagsmunum allt annarra en upphaflega var gert ráð fyrir. Gott dæmi um kerfi sem ekki hefur þróast í takt við nútímann er leigubílakerfið. Leigubílakerfið var sett á fót með hagsmuni neytenda í huga en hefur snúist upp í kerfi sem hleypir ekki samkeppni að borðinu og heldur verði í algjöru hámarki. Kerfið takmarkar leyfi til starfseminnar svo nýjungar og úrbætur sem blómstra erlendis komast ekki að. Það leyfir neytandanum ekki að velja hvaða þjónusta hentar honum, heldur er búið að ákveða fyrir hann að hann skuli sitja í leðurklæddum Benz þrátt fyrir að hann myndi frekar sitja í 10 ára gömlum smábíl og greiða fjórðung þess verðs sem hann greiðir nú. Hið sama á í raun við um landbúnaðarkerfið, þar sem kerfið vinnur gegn neytendum og hefur snúist upp í andhverfu sína, og verður ekki betra þó meiri fjármagni er dælt í það. Líkja má þessu ónýta kerfi við dauðan hest, hann lifnar ekki við sama hve miklu heyi er troðið upp í hann. Íhaldsstefnan lætur hestinn ekki rísa upp frá dauðum og því þarf að hugsa málið út fyrir kassann. Það gerir frjálslyndin og verða þau sjónarmið því að vera sýnileg, hávær og áberandi í íslensku samfélagi. Miðað við fylgi stjórnmálaflokkanna í skoðanakönnunum eiga þessi sjónarmið verulega undir högg að sækja en sitt hvoru megin á hinum pólitíska ás tróna tveir turnar íhalds, annar til hægri og hinn til vinstri. Í spilunum eru því fjögur ár þar sem ekkert gerist, og hesturinn fyllist af heyi en enginn getur farið í reiðtúr. Ég vil eiga möguleikann á því að fara í reiðtúr.Höfundur er formaður miðstjórnar Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun